Dagfari - 01.03.2024, Page 20

Dagfari - 01.03.2024, Page 20
Bandaríkin Í stjórnartíð Donald Trumps árið 2019 drógu Bandaríkin sig einhliða frá samningnum um bann við meðaldrægum eldflaugum (Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty eða INF Treaty). Þetta var samningurinn sem var undirritaður af Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov árið 1987, eftir fund þeirra í Höfða í Reykjavík árið áður. Þetta þótti mikilvægt skref vegna þess að með þessum samn- ingi tókst að banna heila tegund vopna sem bera kjarnaodda, nefni- lega meðaldrægar eldflaugar. En í kjarnavopnastrategíu henta slíkar eldflaugar best til að ráðast á and- stæðinginn af fyrra bragði, en ekki til þess að svara fyrir sig, skyldi andstæðingurinn vera sá sem skýtur fyrsta skoti. Til þess eru notaðar langdrægar eldflaugar (ICBMs) sem eru staðsettar á skotpöllum á megin- landi Bandaríkjanna og Rússlands, og einnig eldflaugar sem er skotið frá kafbátum úti á sjó (SLBMs). Þessar langdrægu- og kafbátaeldflaugar eru uppistaðan í fælingarmætti stórveldanna og ógnarjafnvæginu sem hefur verið ráðandi síðan á 7. áratugnum. Saman mynda þær hina svokölluðu kjarnorkuþrenningu ásamt sprengjuflugvélum. Vegna þess að meðaldrægar eld- flaugar drífa talsvert styttra, þurftu Bandaríkin að staðsetja þær í Evrópu eða Tyrklandi til að þær væru í skotfæri við Sovétríkin. Á meðan þurftu Sovétríkin að koma sínum meðaldrægu eldflaugum upp á Kúbu til að vera í skotfæri við Bandaríkin, sem leiddi til Kúbudeilunnar árið 1962 eins og þekkt er. Þá eru meðaldrægar eldflaugar einnig mun nákvæmari og talsvert fljótari að komast að skotmarkinu (heldur en langdrægar- eða kafbátaeldflaugar), aðeins örfáar mínútur. Þær eru því kjörið vopn til að skjóta fyrst og koma andstæðingnum á óvart. Þær henta mun betur í sókn heldur en í vörn. Þ.e.a.s. þær henta mun betur til að skjóta fyrst en að vera notaðar til að svara fyrir sig í varnarskyni og tryggja fælingarmátt (hlutverk langdrægra- og kafbátaeldflauga). Þetta voru ástæðurnar fyrir því að meðaldrægar eldflaugar þóttu vera sérstaklega hættulegar, vegna þess að annað hvort stórveldið gæti reynt að notfæra sér þær til að ná forskoti á andstæðinginn í mögulegu kjarnorkustríði. Vegna þess að meðaldrægar eld- flaugar þóttu grafa undan ógnar- jafnvæginu svokallaða voru þessi vopn bönnuð samkvæmt INF samn- ingnum sem samið var um árið 1987. Í kjölfarið var fjöldi þeirra tekin úr notkun og hlutaður í sundur, sem var eitt mesta afrek stjórnartíðar Reagans og Gorbatsjovs. En núna, þegar Bandaríkin hafa dregið sig úr þessum samningi, geta stórveldin farið að framleiða og beita meðal- drægum eldflaugum á ný. Þetta boðar ekki gott. Við eigum ennþá eftir að sjá hvað afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa í för með sér.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.