Dagfari - 01.03.2024, Page 21

Dagfari - 01.03.2024, Page 21
Í stjórnartíð George W. Bush árið 2002 drógu Bandaríkin sig til baka úr samningnum um bann við eld- flaugavarnakerfum (Anti-Ballistic Missile Treaty eða ABM Treaty), sem hafði verið undirritaður árið 1972 af Richard Nixon og Leoníd Brezhnev. Þessi samningur markaði tímamót á sínum tíma, þar sem þetta var fyrsti stóri afvopnunarsamningurinn sem var undirritaður á milli stórveldanna í kalda stríðinu. Tilurð hans má rekja til þess aðsvokölluð eldflauga- varnakerfi (Anti-Ballistic Missiles) höfðu verið þróuð og tekin í notkun nokkrum árum áður, árið 1968. Þetta þótti grafa undan ógnarjafnvæginu og fælingarmætti andstæðingsins, vegna þess að önnur hvor hliðin gæti skotið niður langdrægar eldflaugar andstæðingsins, sem höfðu þann tilgang að verja hann fyrir árás af fyrra bragði. Með þessum eld- flaugavarnarkerfum gæti sá sem hefði forskot skotið fyrst og í kjölfarið varið sig frá öllu varnareld- flaugum andstæðingsins og þannig komist upp með að „vinna“ allsherjar kjarnorkustríð. Þetta var allavega möguleiki sem margir óttuðust. Ef þetta hefði fengið að ganga eftir hefði uppbygging þessara eldflauga- varnarkerfa leitt til óðavopnakapp- hlaups þar sem gríðarlegum fúlgum væri eytt í að koma upp fleiri og fleiri eldflaugavarnarkerfum samhliða því að fjölga langdrægum eldflaugum verulega, til að tryggja að þær gætu komist í gegnum eldflaugavarnar- kerfi andstæðingsins. Þetta þótti svo slæmt og óstöðugt ástand fyrir báða aðila að nauðsynlegt væri að semja um að setja verulegar skorður við notkun eldflaugavarnarkerfa. En nú er svo komið að Bandaríkin hafa dregið sig til baka úr þessum samningi og hafa verið að koma upp eldflaugavarnarkerfum í Póllandi og Rúmeníu, sem Rússar hafa andmælt harðlega. Fyrst um sinn var sagt að þessi eldflaugavarnarkerfi í Evrópu hefðu þann eina tilgang að skjóta niður mögulegar eldflaugar frá Íran. En margir sérfræðingar í kjarna- vopnamálum hafa bent á að þessi sömu eldflaugavarnarkerfi gætu grafið undan fælingarmætti Rússlands, þ.e.a.s. að þau gætu verið notuð til að skjóta niður langdrægar eldflaugar, sem yrði skotið frá Rússlandi í varnarskyni, ef það kæmi til kjarnorkustyrjaldar. Hér ber að ítreka að langdrægar eldflaugar henta aðeins til notkunar í varnar- skyni, en ekki í sókn, eins og meðaldrægar eldflaugar eða svokallaðar stýriflaugar, sem eru mun nákvæmari, komast fyrr að skotmarkinu og er erfiðara að skjóta niður. Þessi nýju eldflaugavarnar- kerfi sem Bandaríkin hafa verið að byggja upp í Evrópu eru því talin geta grafið undan jafnvæginu sem hefur verið ríkjandi frá því á tímum kalda stríðsins. Það boðar heldur ekki gott. Þetta sést m.a. í því að Rússar hafa eytt miklu í að hanna nýjar svokallaðar ofurhljóðfráar (hy- personic) eldflaugar síðustu ár, en það eru eldflaugar sem fljúga á fimmföldum hljóðhraða og er þess vegna ómögulegt að skjóta niður með venjulegum loftvarnarkerfum. Hugmyndin með þessum eldflaugum er væntanlega að vega upp á móti loftvarnarkerfum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, og sýna fram á

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.