Dagfari - 01.03.2024, Síða 25

Dagfari - 01.03.2024, Síða 25
aukin virkni öllum á þessum stöðum á undanförnum árum. En Rússar hafa ekki framkvæmt kjarnavopna- tilraunir síðan 1990,Bandaríkjamenn ekki síðan 1992 og Kína ekki síðan 1996. Athugið að þessar síðustu tilraunir voru neðanjarðar, þar sem það hefur ekki verið gerð nein kjarnavopnatilraun ofanjarðar síðan 1980 (sem var framkvæmd af Kínverjum). En kjarnavopnatilraunir ofanjarðar eru talsvert hættulegri vegna geislavirks ofanfalls sem þær hleypa upp í andrúmsloftið. Enda er það ástæðan fyrir því að hætt var prófa kjarnavopn ofanjarðar fyrir svo löngu. Það er vissulega mikið áhyggjuefni ef stórveldin fara aftur að stunda kjarnavopnatilraunir. Það myndi minna um margt á ástandið í kalda stríðinu hinu fyrra. Jafnvel þó það slíkar tilraunir væru aðeins neðanjarðar, en ekki ofan- jarðar. Þó er vert að taka fram að þessar vísbendingar sem hér hafa verið taldar upp þýða ekki endilega að ríkin muni virkilega hefja kjar- navopnatilraunir á ný. Heldur þýðir þetta að þau séu tilbúin til þess, sem svar við hvoru öðru ef eitthvert þeir- ra skyldi gera það. Þetta er allavega það sem Rússar segja sjálfir, að þeir hafi engar áætlanir um að hefja kjarnavopnatilraunir á ný, en að þeir þurfi aftur á móti að vera reiðubúnir til þess, skyldu Bandaríkin verða fyrri til. Talsvert meira væri hægt að segja um kjarnavopnatilraunir og sögu þeirra. Mögulega verður það gert í næstu útgáfu. Tjörvi Schiöth, doktorsnemi í sagnfræði

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.