Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
minster-Fuller, eru að gera tilraun-
ir með að stjórna loftslagi og hita-
stigi í borgum með afarmikfum
tjöidum eða hvedfingum úr plasti,
í sumum amerískum fjölbýlishús-
um er framtíðin þegar orðin að
veruleika, á morgnana blandast
tal hátalaranna kvaki fugia, og þeg-
ar líður að nótt, heyrist þar niður
hafsins við strönd.
Það þykir líklegt að þessi að-
skilnaður mannsins frá náttúrunni
muni ekki reynast hollur til lengd-
ar. Öll efni, sem nú þykir sjálfsagt
að nota ótæpt, verða skömmtuð,
hreint loft ómengað, þögn og ein-
vera verða þá dýrmæt forréttindi.
I öllum íbúðarhúsum verður loftið
síað, reykur að engu gerður, allir
veggir hljóðeinangraðir. Mikið verð-
ur fyrir því haft að finna nýjar
lindir af hreinu vatni. Landrými og
loftrými verður naumt skammtað.
Kirkjugarðar ekki leyfðir, þeir sem
nú taka þvílíkt landrými, að nægja
mundi borg eins og París. Það er
jafnvel ekki ólíklegt að jarðvegur-
inn sjálfur, hið efra og neðra, verði
þjóðnýttur. Þannig verður allt fyrir-
fram ákveðið og sett í kerfi á Nýöld
þessari, sem komin verður á að
fullu 1990.
Hið mikla vald, sem mönnunum
verður þá í hendur iagt, mun gera
þá ringlaða. Rafeindaheilarnir, eða
rafreiknarnir, munu þá færa mönn-
um í hendur fullkomið vald á nátt-
úrunni, og gera þeim fært að færa
valdsvið sitt til annarra hnatta. Þeir
munu finna leyndarmál erfðanna,
og jafnvel megna að breyta sjálfum
sér, m.a. með því að eyða óheppi-
legum erfðavísum. Ellin þokast und-
an, fyrst verður allmikið um gamal-
menni, en þessi gamalmenni verða
hraust og ern. Svefntíminn verður
styttur. Að vísu er þetta ekki að
öllu leyti skemmtileg tilhugsun.
Gleymum ekki að maðurinn er svo
til nýkominn líftegund á þessum
hnetti, af ættliðum eru ekki nema
2000, eða í mesta lagi 2500, síðan
tegundin homo sapiens hófst upp úr
dýraríkinu. En ringulreið þess tíma-
bils, sem nú er að iíða, má ekki gera
okkur svartsýn á það sem koma
mun, og ekki verður um flúið, hið
vegsamlega hlutverk mannkynsins,
sem gæti beðið þess og mun að lík-
indum gera. Það væri glæpsamlegt,
jafnvel þó að okkur langaði til þess,
að hverfa aftur til hátta þeirrar for-
tíðar, þar sem eldur logaði á hlóðum
og ferðazt var á hestum og í hest-
vögnum. Af því hlýzt ekki nema
ófarnaður að fela andlitið í sandi,
eins og strúturinn er sagður gera,
fela fyrir sér stalðreyndir. Menn
framtíðarinnar verða ekki hræddir
við raunveruleikann.
FRAMFARIR í VÍSINDUM.
1970 Afsöltun sjóvatns.
Töflur til getnaðarvarna.
1980 Endurskoðun kenninga eðlis-
fræðinnar.
1986 Valdi náð á vetnisorkunni til
friðsamlegra nota.
1989 Frumstæðar lífverur skapaðar
í rannsóknastofum.
Námur á hafsbotni hagnýttar.
2000 Óheppilegum erfðavísum
manna varnað þess að hamla
þroska einstaklingsins.
Hagnýting auðæfa hafsins (úr
hafinu verða unnin 20% allra