Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 88
86
URVAL
þetta einmitt á miðjum aldri, þegar
menn, og einkum þó konur, eru
verst undr það búnar að mæta þeim.
Einnig er gott að temja sér það
að hafa nóg fyrir stafni. Það ætti
að hvetja bær konur, sem taka sér
nýtt starf fyrir hendur miðaldra,
að læra það til fullnustu og hverfa
ekki frá því eftir stuttan tíma. En
þær sem ekki vilia vinna utan heim-
ilis, geta fengið sér ótalmargt til að
starfa við. Þetta ættu miklu fleiri
konur að hafa í huga, fara sjálfar
á stúfana og leita sér þessara ráða.
Fimmtug kona má búast við að
lifa fjórðung aldar, verða sjötíu og
fimm ára. Þau ár verða henni ham-
ingjuríkari og auðveldari ef hún
ver þeim í þágu vandamanna sinna,
og þjóðfélagsins, engu síður en í
þágu sjálfrar sín.
Ég hafði búizt við því, að húsakaup mundu hafa það i för með sér,
að allt sparifé mitt hyrfi sem dögg fyrir sólu. En ég hafði samt ekki
gert mér grein fyrir því, hversu rétt ég hafði haft fyrir mér, fyrr en ég
sat. þarna í skrifstofu byggingarfélagsins með bankastarfsmann á aðra
hönd og lögfræðing og fulltrúa byggingarfélagsins á hina. Ég hamaðist
við að undirrita ávísanir og dreifa þeim á báða bóga og hafði varla
undan útskýringum þeirra um það, hver ætti að fá næstu ávísun og
hvers vegna. Loksins hallaði lögfræðingurinn sér aftur á bak i stólnum
og spurði mig áhyggjufullur á svip: „Og hvernig eru fjárhagsástæður
þínar núna orðnar? Áttu nokkra peninga eftir?"
„Nei“, svaraði ég og nuddaði hönd mína, sem var búin að fá krampa
af öllum skriftunum. „Ekki penny!“
„Gott“, sagði hann, „þá hef ég ekki misreiknað mig.“
Norman Price
Bandaríkjamaðurinn Stanton Griffis, fyrrverandi sendiherra, sendi
eitt sinn tvö skeyti sama kvöldið, annað til frænku sinnar, sem var að
ganga í hjónaband, og hitt til leikkonunnar Inu Claire í tilefni frum-
sýningar nýs leikrits, sem hún lék aðalhlutverk í.
Skeytin víxluðust og hinni nýgiftu frænku hans brá heldur en ekki
i brún, þegar hún las skeytið: „Ég vona, að þér gangi vel eins og
venjulega."
C.R.
E'iginmaðurinn við konuna, þegar þau halda heim á leið úr heim-
sókn til vina sinna: „Æ, mér var svo sem sama um þessar kvikmyndir
af barninu þeirra og sumarleyfinu, en mér var meinilla við þessar aug-
lýsingar um vátryggingarfélagið hans, sem komu alltaf með vissu milli-
bili.“