Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 127
FUNDUR HELLAMÁLVERKANNA
125
frá því að málverkin urðu til á síðari
hluta Forn-steinaldar, unz hellirinn
fannst aftur árið 1868. Sönnunar-
gögnin voru meir en nægjanleg.
Málverkin hlutu að vera frá síðari
forn-steinöld.
Að ráðum Villanova fór Don
Marcelino nú að starfa að nákvæm-
ari lýsingu á uppgötvun sinni, sem
jafnframt skyldi verða fyrsta frá-
sögn af henni,. sem birt yrði. En
vegna þess, að hann grunaði ekki
hverskonar erfiðleikum mundi
verða að mæta,varð honum þarna
á dálítil óvarfærni, sem átti eftir
að draga dilk á eftir sér. Til þess
að geta gefið lesendum sínum hug-
mynd um málverkin, jafnt sem á-
höld þau úr steini og beini, sem
fundizt höfðu, þurfti hann að fá
góðar teikningar af hvorutveggja.
Það vildi svo til, að honum var til-
tækur maður, sem hann hugði vera
tilvalið að fá til þessa verks. Hann
hafði nokkru áður, af sönnum höfð-
ingsskap sínum, gert vel við öreiga
franskan listmálara, heyrnarlausan,
sem einhvernveginn hafði hafnað
þarna í nágrenninu. Nú fékk hann
þennan mann til að gera teikning-
arnar, sem þurftu að fylgja ritgerð
hans, og árið 1880 var þetta allt
fullbúið til birtingar, enda prentað
þegar og gefið út. Ritið var skipu-
leg og fræðimannsleg lýsing á hell-
inum, uppgreftrinum og rannsókn-
inni. Fyrirsögnin: Frásögn af
fundnurn minjum frá forsöguöld í
Santanderhéraði“, gaf enga hug-
mynd um það, hve þýðingarmikla
uppgötvun þarna var um að ræða.
Ritgerðin hófst með nákvæmri og
vandaðri lýsingu á hinum fundnu
tinnuáhöldum og dýraleifum og
skeldýraleifum, og það var ekki fyrr
en í síðari hluta hennar, sem farið
var að skýra frá þessum málverk-
um, og þá með einföldum orðum og
án nokkurra útúrdúra eða útlistana.
Ritgerðin var nákvæm, skipuleg og
áreiðanleg.
Líklega hefur það aldrei hvarflað
að Don Marcelino, að nokkur mundi
fara að efast um sannsögli sína sem
spánsks aðalsmanns, og þá sízt af
öllu þar sem jarðfræðiprófessor var
með í verki. En þetta fór á annan
veg en hann hugði. Ritinu var þeg-
ar tekið með efagirni, sem síðan reis
upp í öldu fyrirlitningar, spotts og
reiði. Hinir lærðu sameinuðust um
að fordæma finnandann annaðhvort
sem flón eða falsara. Skoðun þeirra
er bezt lýst með orðum Dr. Jes-
úsar Carballo í yfirliti hans um
tímabil þetta: „Steinaldarmenn voru
í þeirra augum einna líkastir gór-
illuöpum, alveg frábitnir öllum
skilningi á listum og menntun ...
Og auk þess var það lítt hugsanlegt
að myndir gerðar með okkurdufts-
lit gætu varðveitzt um þúsundir ára
í djúpum, rökum og koldimmum
helli.“
Skæðasti andstæðingur finnand-
ans frá Altamira var Cartailhac,
prófessor í forsögufræði við Toulo-
use-áskólann. Hann var ekkert að
hafa fyrir því að ferðast fjögur-
hundruð kílómetra frá Toulouse til
Altamira, til þess að sjá myndirnar
sjálfur, heldur lýsti hann þær
sviknar að órannsökuðu máli. Sá
sem fyrstur kom á vettvang til að
kynnast þeim af eigin raun var
franskur verkfræðingur að nafni