Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 85
TÍÐABRIGÐI
83
uppörvandi. Konur á aldrinum frá
þi'játíu og fimm til fimmtíu ára
neyta asperíns, róandi lyfja og
svefnlyfja meira en góðu hófi gegnir
og meira en aðrir aldursflokkar
bæði af körlum og konum. Þær eru
tíðir gestir í lækningastofum lækna
sinna, og kvarta þá oftlega um
,.slæmar taugar“, þunglyndisköst
o.fl. þessháttar, og miklu meira en
ungar konur gera. Það er útlit fyrir
að þessar umkvartanir þeirra séu
fremur sprottnar af óánægju með
kjör sín eða umhverfi, en af nokkr-
um veikindum, og það er athyglis-
vert, að einmitt á þessum aldri ger-
ast flest sjálfsmorð meðal kvenna,
en þau eru tíðust hjá karlmönnum á
efri árum, og ná hámarki um átt-
rætt.
Miðaldra konum veitist örðugt að
semja sig að og sætta sig við breyt-
ingarnar, sem oft verða á heimilum
eða umhverfinu þeirra einmitt á
þessu aldursskeiði. Ef þær skipta
um verustað, setjast t.d. að í ann-
arri borg, eiga þær þar ef til vill
enga kunningja. og finna sér enga.
Þær mundu fegnar vilja snúa við
til síns fyrra heimkynnis, ef þær
gætu. Miðaldra konur eru slakari
verkmenn en karlmenn á sama aldri,
og einkum óáreiðanlegri. Þær eru
óstöðugri í rásinni, skipta oftar um,
og eru oftar frá verki. Sumt af
þessu kann að stafa af því að þær
eru ekki eins vel undir störf utan
heimilis búnar og' karlmenn al-
mennt. Eins getur verið að þeim
þyki leiðinlegra en ungum stúlkum
að þurfa að vinna undir stjórn ann-
arra, að sitja á skrifstofu eða að
standa í búð, það kann þeim að
finnast óþolandi til lengdar, og
reyna þá að leita sér annarrar at-
vinnu.
Staða konunnar er oft tvíþætt:
þær eru húsmæður á heimili sínu,
mæður. eiginkonur og þar að auki
félagar eldri vandamanna sinna,
mæðra eða annarra. f öðru lagi eru
þær (stundum) fyrirvinna heimilis
síns. Hið sama má með nokkrum
rétti segja um karlmenn, þeir hafa
líka hlutverki að gegna heima hjá
sér, jafnframt því sem þeir sinna
starfi sínu utan heimilis, en mörg-
um hættir til að sjást yfir það. Mun-
urinn er sá, að þeir gegna sínu
starfi oftast óslitið frá upphafi til
elli. Þannig gerist afdrifamesta
breytingin í ævi karlmanns þegar
hann hættir störfum, en miklu fyrr
hjá konum.
Á þessum aldri, eða einkum milli
hálffimmtugs og hálfsextugs, gerast
mestar breytingar á heimilum
þeirra, börnin flytjast burtu hvert
af öðru. og það hægist um heimilis-
störfin. En frú Jefferys hefur kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að það sé
engu óalgengara að konur, sem
eiga börn á skólaaldri vinni utan
heimilis, en hinar, sem eldri eru og
engin börn hafa á heimilinu. M.ö.o.,
ef kona byrjar ekki að vinna utan
heimilis meðan hún er á yngri ár-
um og börn hennar naumast komin
af höndunum, er hætta á að hún
byrji aldrei. Þá kann að vera orðið
of seint að byrja.
Það er almennt álitið að ekki sé
fyrst og fremst um að kenna þá
truflun, sem verður í lífi margra
kvenna á þessum árum, þær breyt-
ingar á heimilishögum, sem gjarna