Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 35
GUFUSKIPAKEPPNIN MIKLA . . . .
33
það hafði þau áhrif á skipaferðir að
það reið fyrirtækinu að fullu, því
að skipið var sett í sóttkví, hvar
sem það kom að landi. Eigendurnir
misstu loks skipið undir hamar
uppboðshaldarans og hinir nýju eig-
endur ákváðu síðan að selja skipið
til Englands. í apríl 1833 fór skipið
frá Kanada og hafði innan borðs 330
tonn af kolum, kassa með uppstopp-
uðum fuglum, eitthvað af húsgögn-
um og sjö farþega.
Ferðin yfir hafið tók fimm vikur
og skipið fékk hið versta veður og
var loks orðið svo illa leikið eftir
langvarandi illveður, að kominn
var leki að því, og um tíma leit
helzt út fyrir að það sykki, en
með heppni og dugnaði lánaðist sjó-
mönnunum að þétta skipið, þegar
þeir höfðu stöðvað vélarnar um hríð,
og dugði það til þess að koma þess-
um litla farkosti heilum í höfn, og
fyrir gufuaflinu einu saman. Áður
en þetta var, hafði ekkert skip ver-
ið byggt með það eitt sjónarmið í
huga, að það sigldi yfir Atlantshaf
einvörðungu á gufuaflinu og þegar
þetta lánaðist fyrir þessu litla skipi,
þá vakti það á ný áhuga brezkra og
bandarískra skipaeigenda fyrir
notkun gufuaflsins í rekstri skipa á
úthöfum.
Heiðurinn af því að hafa byggt
það skipið, sem teljast verður fyrsta
raunverulega Atlntshafsgufuskipið
fellur óumdeilanlega í skaut Isam-
bard Kingdom Brunel og hafnar-
bænum Bristol og þetta skip var
Great Western. Eigendur skipsins
voru Great Western Railways
Company og þetta félag var áfjáð
í að tryggja og auka flutninga sína
frá London til New York og þeir
hurfu að því ráði að byggja 1340
tonna tréskip og væri það hjólaskip.
Um sama leyti var stofnað annað
félag með sama markmiði, the
British and Ameriean Steam
Navigation Company og það félag
byggði the British Queen. Það varð
dráttur á afgreiðslu þessa skips, og
til þess, að verða fyrst af stað í
kapphlaupinu, þá .var fengið skipið
Sírius, 700 tonna London—Cork
póstskip, og það var skipið, sem
sigldi Tyrian uppi á hafi úti, undan
ströndum Bandarikjanna og Joseph
Howe horfði á sigla burt með póst-
inn úr Tyrian.
Þegar Joseph Howe kom til Eng-
lands hafði hann, ásamt Sir Thomas
Haliburton, samband við nýlendu-
málaráðherrann Lord Glenelg í því
augnamiði að stofna til gufuskipa-
félags, sem hefði gufuskip í förum
milli Bristol og Halifax. Howe og
Haliburton höfðu komizt að því
samkomulagi, að þeir skyldu
standa saman til að forða því, að
brezkir farþegar og brezkur póst-
ur væri fluttur við nefið á þeim, án
þess Bretar kæmu þar nærri
Þeir bentu á að bæði the Great
Western og British American
Company væru farin að sigla beint
milli Englands og New York og með
því að höfða bæði til stolts og
stjórnmála, þá hertu þeir á stjórn-
inni að styðja beinar siglingar af
hálfu Breta milli Englands og Hali-
fax. Brezk yfirvöld voru að athuga
mjög þennan möguleika og með
þrennt í huga.
Það var viðurkennt, að bygging
gufuskipa til úthafssiglinga væri í