Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
Lítilsháttar „aðskilnaður“, getur oft
bjargað hjónaböndum.
2. Segirðu eiginmanni þínum iðu-
lega, hvað hann eigi að éta, hvernig
hann eigi að klœðast eða tala og
hegða sér?
Konur, sem leggja slíkt í vana
sinn ruglast tíðum á eiginmanni
sínum og börnum. Þær eiga til að
segja: „Hann er eins og lítill strák-
ur.“ En það er hann hreint ekki.
Hann er karlmaður, og hefur sínar
eigin hugmyndir um það, hvernig
hann vill klæðast, éta eða tala og
hegða sér almennt — enda þótt þær
hugmyndir komi ekki heim og sam-
an við hugmyndir konunnar. Mjög
líklega er hér um drottnunarsjúka
konu að ræða.
3. Talarðu of mikið?
Eiginmenn engjast oft sundur og
saman undan endalausu þvaðri kon-
unnar. Það getur gengið svo úr-
skeiðis, að þeir bókstaflega þrái
þögnina. Þessi mælgi getur tekið á
sig ýmsar myndir. Létt þvaður og
snakk, sífelldar framítekningar,
leyndarmála illa gætt, og síðan hið
sálsjúka kjaftakerlingaþvaður. Það
eru fáir menn þannig, að þeir telji
að konan sé bara til að horfa á hana,
en ekki til heyra í henni, ef þeir
þurfa endalaust bara að heyra í
henni.
4. Reitirðu eiginmann þinn til
reiði, með því, sem hann kallar ýkta
ást á börnunum?
Feður bera vitaskuld ást í brjósti
til barna sinna, og spilla þeim oft
með eftirlæti. En þeir snúast alger-
lega öndverðir gegn því, að konan
beini allri elsku sinni að börnunum.
Einu sinni var sú tíð, að eiginmaður-
inn var miðpunktur heimilisins. Það
snerist allt um hann. Þetta hefur
breytzt, en félagsfræðingurinn
Margaret Mead hefur bent á, að enn
finnist eiginmönnum, að þeir ættu
að fá að njóta þessarar meginánægju
lífsins. Þegar konan hugsar of mik-
ið um börnin, finnst eiginmanninum,
að hann sé vanræktur og er jafnvel
afbrýðissamur gagnvart sínum eigin
börnum.
5. Ofgerirðu húsverkin?
Menn vilja auðvitað, að húsið sé
þrifalegt, og margir játa að heimil-
isstörf konunnar séu þrotlaus, en
þeir bæta oft við: — „Ég kaupi
handa henni tæki til að létta henni
störfin, og hvað haldið þið að hún
geri? Hún hamast við að pússa þau.“
6. Heimtarðu af manni þínum ná-
kvœma skýrslu, yfir allt sem hann
hefur haft fyrir stafni um daginn?
Það er nógu erfitt að vinna fyrir
daglegu brauði, þó að maðurinn
þurfi ekki að rifja upp alla erfið-
leika dagsins að kvöldi. Margir eig-
inmenn myndu segja meira frá
störfum sínum á skrifstofunni, ef
konan væri ekki sífellt að heimta
það af þeim. Þetta atriði er samt
tvíeggjað, þar sem margir menn
vilja láta konuna hafa áhuga fyrir
störfum þeirra og spyrja um þau,
og reiðast tómlæti í þessu efni.
7. Lifirðu enn í heimi stúlkunnar?
Það getur tekið á taugarnar, ef
konan leikur hina fáfróðu stúlku