Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 40
Sagnritun
Herodotusar
BMaðurinn, sem neíndur
hefur verið „Faðir sagn-
ritunarinnar“, var grísk-
ur, enda þótt hann væri
ekki fæddur Grikki,
heldur í einni þeirra grísku borga,
sem voru dreifðar um strendur
Litlu-Asíu. Nafn þessa manns var
Herodolus og fæðingabær hans var
Halicarnassus, og hann mun hafa
fæðzt á áratugnum 490 til 480 fyrir
Kristburð. Þetta var einnig tíma-
bilið á milli fyrstu og annarrar inn-
rásar Persa á gríska meginlandið og
frá þeim innrásum segir hann í
Sögu sinni.
Þegar Herodotus fæddist, var
Halicarnassus grísk nýlenda, sem
Persar höfðu síðan lagt undir sig,
og tilraunir þessarar nýlendu til að
öðlast frelsi, var meginorsök Persa-
styrjaldanna. Þegar hinn stóri her
Xerxesar Persakeisara, hafði verið
flæmdur brott úr þessum grísku
borgum árið 480 f. Kr., fengu þær
frelsi um stundarsakir og ríkti þá
all-mikið upplausnarástand í þeim
um hríð og hinn ungi Herodotus
neyddist til útlegðar. Hann var efn-
aðra manna og gat því ferðazt og um
nokkurra ára skeið ferðaðist hann
um löndin við austanvert Miðjarð-
arhaf, þar á meðal Egyptaland,
Palestínu og síðan austur á bóginn
alla leið til Mesópótamíu.
Það er alls ekki ólíklegt, að hann
hafi á þessum tíma verið búinn að
ætla sér að skrifa sögu Persastríð-
anna, en hann virðist hafa ákveðið
um þessar mundir að færast meira
í fang og af þeirri ástæðu heimsæk-
ir hann Egyptaland aftur og fer nú
suður á bóginn alla leið til Assuan
og síðan í vestur til Syranaika og
eitthvað mun hann hafa hætt sér
inn á Svartahafssvæðið, þar sem
38
100 Great Books