Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
þægindi í þá daga en um borð í
þessum Collins gufuskipum. Þarna
voru rafmagnsbjöllur og farþega-
rúmin hituð upp með gufu, en svo
byrjaði Collins á því að lækka far-
gjöldin, sem varð honum dýrt síðar.
En meðan Bandaríkjamenn voru
að smíða þessi miklu tréskip, þá
fóru Bretar að þreifa fyrir sér í
smíði stórra járnskipa. Þeir héldu
því fram, að tré væri ekki nothæft
byggingarefni í skip af þeirri stærð,
sem Bandaríkjamenn voru að
byggja og járnið myndi að öllu
hentugra byggingarefni.
Fyrsta ferð Atlantic yfir hafið
varð hvorki skipi né heldur eigend-
unum til mikils sóma. Það bilaði
allt, sem bilað gat og skipið var
jafnlengi á leiðinni og Great West-
ern þrettán árum áður, eða fulla
þrettán sólarhringa.
í Englandi var gert við það, sem
úr lagi hafði farið, brotna hjólspaða
og bilaða ventla og aftur var lagt
af stað vestur um haf, og nú sló
Atlantic öll þekkt met og var tíu
daga og sextán tíma á leiðinni. Það
varð aldeilis lukka. í Bandaríkjun-
um, nú sögðust þeir hafa betur á
öllum höfum. Seglskip þeirra voru
orðin mjög stór og hraðskreið og
nú höfðu þeir eignazt gufuskip, sem
var hraðskreiðara en þau brezku,
og þannig var þjóðarstolt þeirra
endurreist á þessu sviði.
En það er ekki allt gull sem gló-
ir, og þetta kostaði mikla peninga.
Viðgerðarkostnaðurinn varð fljót-
lega gífurlegur. Collins lagði mikla
áherzlu á að áætlun væri haldin, en
það kostaði að skipunum var óvægi-
lega beitt og þau gengu því fljótt
úr sér. Ekkert slys henti samt hjá
Collinslínunni um nokkurra ára bil.
Það var árið 1854 að fyrsti harm-
leikurinn gerðist. Arctic hafði villzt
í svarta þoku út af Cape Race og
rakst þar á lítið franskt gufuskip,
Vestu.
í þeim gauragangi, sem varð við
áreksturinn héldu menn að Vesta
væri að sökkva og Arcticmenn settu
björgunarbát á flot til aðstoðar, en
það reyndist ekkert að hjá Vestu
og hún kvaddi Aretic virðulega og
hélt á brott, ekki vitandi annað en
allt væri í lagi þar um borð. Það
var þá Arctic, sem var að sökkva.
Þegar uppgötvaðist að Artic væri
að sökkva, var Vesta horfin og Arc-
tic beið þarna örlaga sinna ein og
yfirgefin í þokunni og brælunni.
Skortur virðist hafa verið á aga hjá
skipshöfninni og því farið verr en
skyldi, nema Arctic sökk þarna og
með henni 322 farþegar og skips-
menn og þar var fjölskylda Collins,
kona hans, sonur og dóttir.
Þetta var hið mesta áfall fyrir
skipaútgerðina, en það er sjaldnast
ein báran stök, og árið 1856, sigldi
annað skip félagsins, Pacific frá
Liverpool í janúarmánuði og ætlaði
að keppa við Cunard-skipið Persíu,
sem var spánýtt járnskip og fyrsta
járnskip Cunardsflotans. Pacific
fór tveim dögum seinna af stað en
Persia, en ætlaði sér samt að verða
á undan í höfn í Bandaríkjunum.
Það er ekki komið til hafnar á
þessari jörð enn þá. Það hvarf ásamt
farþegum sínum 45 að tölu og skips-
höfn 114 manns og hefur aldrei sézt
tangur né tetur af því, eftir að það
lét úr höfn í Liverpool. Menn eru