Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 107
SAGA ÍRSKA SKINNBÁTSINS, CURRACH
105
ust niður í tjöruna, sem borin var
á körfuna alla. Perlurnar voru til
heilla.
Þessa hringlaga körfubáta mátti
sjá þar fram á þennan dag, á ám
og vötnum í Wales og notaðir þar
við fyrirdrátt á silungi og einnig
voru þeir á Boyneánni í írlandi og
þar var einn búinn til árið 1945.
Orðið ,,coracle“, er runnið frá latn-
eska orðinu coraculum, sem er í
rauninni keltneskt orð, sem Róm-
verjar fengu að láni frá Bretum en
latneskuðu það og bættu við smækk-
unarendingunni „ulum“. írska orð-
ið er ,,currach“.
Á flótta sínum frá Dyblini 1592,
greiddi Hugh O’Donnell, hinn rauði,
fátækum fiskimanni fyrir að flytja
hann á currach yfir Boyneána, sem
sennilega hefur verið hringlaga.
Bátar af þeirri lögun voru auðvitað
ekki vel fallnir til lengri sjóferða
og skömmu eftir að Júlíus Cæsar
ræðir um bátasmíði sína, skrifar
Caius Julius Solinius um currachs,
sem siglt var milli Bretlands og ír-
lands. Hann segir:
— Hafið, sem skilur að Hibernia
og Bretland er mjög úfið og storma-
samt árið um kring. Það er hægt
að sigla það fáeina daga á ári hverju,
og tekur ferðin venjulega sjö daga.“
Vegna einhverrar ástæðu, sem
okkur er ekki lengur ljós, neyttu
sjófarendurnir ekki matar á þessum
ferðum. Kannski hefur þetta stafað
ar ótta við að hreyfa sig, allar hreyf-
ingar hlutu að vera hættulegar
svona skeljum, sem bæði voru valt-
ar og veikbyggðar, því að grindin
í þeim var úr mjög grönnum grein-
um.
Það er glöggt, að menn bjuggu
til þessa báta, sitt með hvorum
hættinum á Bretlandi og írlandi.
Bretarnir byrjuðu á botninum og
riðu síðan síðurnar og enduðu
á lunningunni. írarnir fóru öfugt
að, þeir byrjuðu á lunningunni og
enduðu á botninum. Húðin var síð-
an mökuð í tólg og þyrfti að gera
við síðar, var það gert með tjörg-
uðum pjötlum.
St.Brendan var fæddur í Fenit i
Kerry, og enn þann dag í dag eru
fiskimennirnir frægir fyrir að
byggja currachs og það er engin
furða, því að þeir fylgja þar frægu
fordæmi þessa sveitunga síns, sem
byggði sér currach með rá og reiða
og sigldi af stað ásamt tuttugu læri-
sveinum sínum að leita fslands.
Þeir höfðu fjörutíu daga útivist áð-
ur en þeir næðu því landi og þar
dvöldu þeir í fimm ár, en sneru þá
aftur til írlands.
St.Columba notaði currachinn á
ferð sinni frá Iona, en St.Enda of
Aran og St.Pafrick notuðu þá til
fleiri hluta en siglinga. St.Enda var
vanur að prófa syndleysi munka
sinna á þann hátt, að hann lét þá
um borð í currach, sem var ekki
annað en grindin, það er, eftir var
að klæða hann með húð, og ef vatn-
ið féll ekki inn í bátinn þótti St.Enda
sannað, að munkar hans hefðu ekki
drýgt neina teljandi synd.
St.Patrick notaði currachinn til
að refsa munkum sínum fyrir
drýgða synd. Hann lét munkinn um
borð í currachinn áralausan og
segllausan og sagði honum að fela
sig guði.
frskir ræningjar, sem herjuðu