Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 59

Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 59
ÞEIR BYRJA AÐ GANGA AÐ NÝJU ... 57 hann notað þessa aðferð rétt eftir aflimun með góðum árangri. Hann hafði fest slíkan útbúnað við stúf- inn, meðan sjúklingurinn var enn í svæfingardái. Síðan hjálpaði hann honum til að rísa á fætur og ganga um strax eftir aflimunina. Dr. Weiss heimsótti dr. Berlemont og fylgdist með starfi hans, og varð þetta hon- til mikillar hvatningar. (Aðferð þessi flýtti mjög fyrir því, að stúf- endinn greri, og bólgan varð mjög lítil miðað við það, sem áður var venj a). Nú hóf pólski læknirinn að beita hinni þríþættu lækningaraðferð, sem hann notar enn þann dag í dag með svolitlum endurbótum. Fyrst er um ,,myoplastiska“ skurðaðgerð að ræða. Síðan festir hann bráða- birgðagervilim á sjúklinginn, áður en hann vaknar úr svæfingardáinu. Og í þriðja lagi lætur hann sjúkl- inginn svo fara að ganga innan sól- arhrings með hjálp stafa til þess að tryggja betra jafnvægi. Fyrst í stað lét dr. Weiss sjúkl- inga sína ekki fara að ganga fyrr en nokkrum dögum eftir aflimun- ina. „Síðan varð sjúklingur einn til þess að koma mér á rétta leið“, segir dr. Weiss. „Hann hafði fót- brotnað svo hroðalega illa, að ég neyddist til þess að mæla með því að fóturinn yrði tekinn af honum. Eiginkona hans mótmælti þessu, en maðurinn samþykkti aðgerðina. Við tókum fótinn af honum og festum bráðabirgðafót á hann. Við bjugg- umst við því, að hann byrjaði að ganga að nýju eftir nokkra daga. Hugsið ykkur því óttablandna undr- un mína, þegar ég sá sjúklinginn á labbi úti í garði með konu sinni næsta morgun, þ.e. daginn eftir að ég tók fótinn af honum! „Þetta er allt í himnalagi, læknir!“ hrópaði hann. „Ég varð að sýna frúnni, að hún þyrfti ekki að vera áhyggjufull mín vegna!“ Hann hélt áfram að labba og var augsýnilega ekki þjáður." Dr. Weiss fylgdist með honum, þar eð hann óttaðist, að sjúklingn- um mundi hraka. En svo reyndist ekki. Á hinn bóginn greri stúfurinn miklu fyrr en venja var, og það varð ekki um neina bólgu að ræða, vegna þess að samdráttur vöðvanna, sem myndaðist vegna ganghreyf- inganna, tryggði eðlilega blóðrás. Nú orðið byrja allir sjúklingar dr. Weiss að ganga strax á fyrsta degi eftir aflimun, leyfi heilsa þeirra slíkt að öðru leyti. Fyrst í stað tóku læknar og al- menningur þessum róttæku nýj- ungum með mikilli varúð. Það var líkt og fólk fengist ekki til þess að trúa staðreyndunum. Svo kom dr. Weiss til Bandaríkjanna árið 1963 í skiptum fyrir bandarískan sér- fræðing, sem hélt til Evrópu. Banda- rískir læknar hlustuðu af mikilli hrifningu á frásagnir hans og horfðu á kvikmyndir af uppskurðum hans og endurþjálfun. Hafizt var handa um að sannprófa árangur þessarar nýju aðferðar. Hópur lækna, sem unnu undir stjórn skurðlæknisins Ernest M. Burgess, hóf slíkar rann- sóknir í Seattle, styrktir af sam- tökum fyrrverandi hermanna. (Síð- ar dvöldu bandarískir læknar um tíma hjá dr. Weiss við sjúkrahús hans í Póllandi. Gafst þeim þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.