Úrval - 01.03.1967, Page 59
ÞEIR BYRJA AÐ GANGA AÐ NÝJU ...
57
hann notað þessa aðferð rétt eftir
aflimun með góðum árangri. Hann
hafði fest slíkan útbúnað við stúf-
inn, meðan sjúklingurinn var enn
í svæfingardái. Síðan hjálpaði hann
honum til að rísa á fætur og ganga
um strax eftir aflimunina. Dr. Weiss
heimsótti dr. Berlemont og fylgdist
með starfi hans, og varð þetta hon-
til mikillar hvatningar. (Aðferð
þessi flýtti mjög fyrir því, að stúf-
endinn greri, og bólgan varð mjög
lítil miðað við það, sem áður var
venj a).
Nú hóf pólski læknirinn að beita
hinni þríþættu lækningaraðferð,
sem hann notar enn þann dag í dag
með svolitlum endurbótum. Fyrst er
um ,,myoplastiska“ skurðaðgerð að
ræða. Síðan festir hann bráða-
birgðagervilim á sjúklinginn, áður
en hann vaknar úr svæfingardáinu.
Og í þriðja lagi lætur hann sjúkl-
inginn svo fara að ganga innan sól-
arhrings með hjálp stafa til þess að
tryggja betra jafnvægi.
Fyrst í stað lét dr. Weiss sjúkl-
inga sína ekki fara að ganga fyrr
en nokkrum dögum eftir aflimun-
ina. „Síðan varð sjúklingur einn til
þess að koma mér á rétta leið“,
segir dr. Weiss. „Hann hafði fót-
brotnað svo hroðalega illa, að ég
neyddist til þess að mæla með því
að fóturinn yrði tekinn af honum.
Eiginkona hans mótmælti þessu, en
maðurinn samþykkti aðgerðina. Við
tókum fótinn af honum og festum
bráðabirgðafót á hann. Við bjugg-
umst við því, að hann byrjaði að
ganga að nýju eftir nokkra daga.
Hugsið ykkur því óttablandna undr-
un mína, þegar ég sá sjúklinginn á
labbi úti í garði með konu sinni
næsta morgun, þ.e. daginn eftir að
ég tók fótinn af honum!
„Þetta er allt í himnalagi, læknir!“
hrópaði hann. „Ég varð að sýna
frúnni, að hún þyrfti ekki að vera
áhyggjufull mín vegna!“ Hann hélt
áfram að labba og var augsýnilega
ekki þjáður."
Dr. Weiss fylgdist með honum,
þar eð hann óttaðist, að sjúklingn-
um mundi hraka. En svo reyndist
ekki. Á hinn bóginn greri stúfurinn
miklu fyrr en venja var, og það
varð ekki um neina bólgu að ræða,
vegna þess að samdráttur vöðvanna,
sem myndaðist vegna ganghreyf-
inganna, tryggði eðlilega blóðrás.
Nú orðið byrja allir sjúklingar dr.
Weiss að ganga strax á fyrsta degi
eftir aflimun, leyfi heilsa þeirra slíkt
að öðru leyti.
Fyrst í stað tóku læknar og al-
menningur þessum róttæku nýj-
ungum með mikilli varúð. Það var
líkt og fólk fengist ekki til þess að
trúa staðreyndunum. Svo kom dr.
Weiss til Bandaríkjanna árið 1963
í skiptum fyrir bandarískan sér-
fræðing, sem hélt til Evrópu. Banda-
rískir læknar hlustuðu af mikilli
hrifningu á frásagnir hans og horfðu
á kvikmyndir af uppskurðum hans
og endurþjálfun. Hafizt var handa
um að sannprófa árangur þessarar
nýju aðferðar. Hópur lækna, sem
unnu undir stjórn skurðlæknisins
Ernest M. Burgess, hóf slíkar rann-
sóknir í Seattle, styrktir af sam-
tökum fyrrverandi hermanna. (Síð-
ar dvöldu bandarískir læknar um
tíma hjá dr. Weiss við sjúkrahús
hans í Póllandi. Gafst þeim þá