Úrval - 01.03.1967, Side 127

Úrval - 01.03.1967, Side 127
FUNDUR HELLAMÁLVERKANNA 125 frá því að málverkin urðu til á síðari hluta Forn-steinaldar, unz hellirinn fannst aftur árið 1868. Sönnunar- gögnin voru meir en nægjanleg. Málverkin hlutu að vera frá síðari forn-steinöld. Að ráðum Villanova fór Don Marcelino nú að starfa að nákvæm- ari lýsingu á uppgötvun sinni, sem jafnframt skyldi verða fyrsta frá- sögn af henni,. sem birt yrði. En vegna þess, að hann grunaði ekki hverskonar erfiðleikum mundi verða að mæta,varð honum þarna á dálítil óvarfærni, sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Til þess að geta gefið lesendum sínum hug- mynd um málverkin, jafnt sem á- höld þau úr steini og beini, sem fundizt höfðu, þurfti hann að fá góðar teikningar af hvorutveggja. Það vildi svo til, að honum var til- tækur maður, sem hann hugði vera tilvalið að fá til þessa verks. Hann hafði nokkru áður, af sönnum höfð- ingsskap sínum, gert vel við öreiga franskan listmálara, heyrnarlausan, sem einhvernveginn hafði hafnað þarna í nágrenninu. Nú fékk hann þennan mann til að gera teikning- arnar, sem þurftu að fylgja ritgerð hans, og árið 1880 var þetta allt fullbúið til birtingar, enda prentað þegar og gefið út. Ritið var skipu- leg og fræðimannsleg lýsing á hell- inum, uppgreftrinum og rannsókn- inni. Fyrirsögnin: Frásögn af fundnurn minjum frá forsöguöld í Santanderhéraði“, gaf enga hug- mynd um það, hve þýðingarmikla uppgötvun þarna var um að ræða. Ritgerðin hófst með nákvæmri og vandaðri lýsingu á hinum fundnu tinnuáhöldum og dýraleifum og skeldýraleifum, og það var ekki fyrr en í síðari hluta hennar, sem farið var að skýra frá þessum málverk- um, og þá með einföldum orðum og án nokkurra útúrdúra eða útlistana. Ritgerðin var nákvæm, skipuleg og áreiðanleg. Líklega hefur það aldrei hvarflað að Don Marcelino, að nokkur mundi fara að efast um sannsögli sína sem spánsks aðalsmanns, og þá sízt af öllu þar sem jarðfræðiprófessor var með í verki. En þetta fór á annan veg en hann hugði. Ritinu var þeg- ar tekið með efagirni, sem síðan reis upp í öldu fyrirlitningar, spotts og reiði. Hinir lærðu sameinuðust um að fordæma finnandann annaðhvort sem flón eða falsara. Skoðun þeirra er bezt lýst með orðum Dr. Jes- úsar Carballo í yfirliti hans um tímabil þetta: „Steinaldarmenn voru í þeirra augum einna líkastir gór- illuöpum, alveg frábitnir öllum skilningi á listum og menntun ... Og auk þess var það lítt hugsanlegt að myndir gerðar með okkurdufts- lit gætu varðveitzt um þúsundir ára í djúpum, rökum og koldimmum helli.“ Skæðasti andstæðingur finnand- ans frá Altamira var Cartailhac, prófessor í forsögufræði við Toulo- use-áskólann. Hann var ekkert að hafa fyrir því að ferðast fjögur- hundruð kílómetra frá Toulouse til Altamira, til þess að sjá myndirnar sjálfur, heldur lýsti hann þær sviknar að órannsökuðu máli. Sá sem fyrstur kom á vettvang til að kynnast þeim af eigin raun var franskur verkfræðingur að nafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.