Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 103
ÞJÖÐSAGANDANIEL BOONE
Daniel. ,,Ég fór til kellu minnar og
sagði við hana: Gamla kona, við
verðum að flytja, hér er orðin
offjölgun.”
SANNUR AMERÍKUMAÐUR.
Spánski landsstjórinn á spánska
svæðinu handan Missisippiárinnar,
þar sem nú heitir Mossouri, hafði
gefið Boone 350 hektara lands, til
þess að hvetja armeríkana til þess að
setjast þar að. Sömuleiðis gaf hann
honum umboð til þess að skipta
viðbótarlandi milli þeirra, sem með
honum voru. Þetta gekk svo vel, að
Daniel vom boðnir 3500 hektarar í
viðbót, ef hann gæti náð 100
fjölskyldum í víðbót frá Kentucky.
Til þess þurfti ekki nema fáein bréf,
og þá var það komið í kring. Enn var
Boone að verða gildur landeigandi,
og áður en langt um leið, tóku
heimili að rísa um 100 kílómetra
vestur af St. Louis á Femme Osage
svæðinu, hinu mikla landsvæði norð-
vestur af Missouriánni.
Árið 1800 var Boone gerður að
yfirmanni svæðisins. fyrir utan að
vera fmmherji og leiðtogi var hann
nú fógeti, dómari, æðsti yfirmaður.
Hann hélt réttarhöld undir laufmikl-
um álmi, sem fékk nafnið Skilnings-
tré góðs og ills, og þar útdeildi hann
réttlætinu við hæfi þess hrjúfa fólks,
sem hann hafði leitt þangað.
Þegar spánverjar létu Missouri í
hendur ameríkönum 1803, komu
nýir menn til skjalanna. Þessir menn
voru ekki áfjáðir í að hafa lönd af
101
öllum, í flestum tilvikum staðfestu
þeir landaútdeilingu spánverjanna.
Og þegar Daniel Boone kom fyrir þá
með landaplögg sín, hafði hann
engar áhyggjur. En ákvörðun nýju
mannanna var honum í óhag, og
hann var sviptur hverri dagsláttu.
Lögin voru skýr, sögðu mennirnir,
og fengu ekki að gert. Til þess að
vernda menn gegn landapröngumm
kváðu lögin svo á, að landeigandi
yrði að rækta það land og lifa af því
landi, sem stjórnin heimilað honum.
Boone hafði hvorugt afþessu gert, og
hann hafði ekki einu sinni bréf upp á
embættisskipun sína frá spánverjun-
um, svo það var ekki um annað að
ræða en leggja eignir hans undir
Bandaríkin. Það var ekki fyrr en árið
1814, að bandaríkjaþing ákvað að
gefa honum aftur 350 hektara, en
þetta land höfðu lánardrottnar af
honum, og það var hvort sem er orðið
of seint fyrir hann að fá þetta land.
Rebekka dó árið áður, og Boone
sjálfur átti ekki langt eftir ólifað.
En meðan hann gat gengið, var
hann á ferðinni. Eitt árið fylgdi hann
Platte á alla leið upp 1 Klettafjöll. Svo
hélt hann inn í landið og var einn
vetur við gildruveiðar á Yellowstone-
svæðinu, stórkostlegu landi með
goshverum og hærri fjöllum en hann
hafði áður séð. Þetta var um 1500
kílómetra ferðalag um algerar
óbyggðir Daniel Boone var kominn
yfir áttrætt.
Hann sneri svo aftur til Missouri,
og þegar leið að lokunum sat hann