Goðasteinn - 01.09.1970, Side 5

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 5
Æviminningar Klemenzar Kr. Kristjánssonar Fjórði hluti og niðurlag Tilraunastöðin á Sámsstöðum í Fijótshlið Það var hinn 24. apríl 1927, sem ég lagði af stað austur. Hafði ég tvo til reiðar, en ekki voru reiðskjótar sem glæsilegastir, jörp hryssa, fylfull, og grár sex vetra foli, lítt taminn. Þessum hrossum þurfti ég að koma austur og auðveldast var að fara með þau á þennan hátt. Fjóra daga var ég á leiðinni og er það hæg ferð. Kom ég £*ð Sámsstöðum hinn 28. apríl og tók ég þá þegar til starfa við að undirbúa endurbætur á þeim byggingum, sem þar voru, svo og að setja upp girðingu um 10 hektara svæði fyrir neðan þjóðveginn. Ekki er unnt í þessari frásögn að skýra frá öliu því fólki, sem vann hjá mér í byrjun, cn allt var það dug- legt og vinnusamt fólk eins og Sigurjón Þórðarson á Lambalæk og Steinn bróðir hans, er báðir voru úrvals verkmenn og fjölhæfir til vinnu, hvort sem um var að ræða smíðar, girðingavinnu eða önnur störf. Mér var tekið mjög vel í Fljótshlíðinni og virtist mér, sem allir vildu greiða götu mína. Var mér það mikil hvatn- ing í starff. Þann hluta jarðarinnar, scm ckki var nýttur fyrir rekstur til- raunastöðvarinnar, tók ég á leigu. Um vorið og sumarið flutti ég austur það efni af grasfóðri, er ég hafði safnað á undangengnum fjórum árum og auk þess fékk ég nokkuð úr Gróðrarstöð Bún- aðarfélagsins. Gróðursetti ég þetta heima á Sámsstöðum og síð- ar í girðingu fyrir sunnan þjóðveg. Byrjaði nú þetta starf, er ég Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.