Goðasteinn - 01.09.1970, Page 8

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 8
Sámsstaðir þörf á því, þar sem starfsemi tilraunastöðvarinnar jókst hratt. Til dæmis um það má benda á að 1932 voru alls um 1800 tilrauna- reitir fyrir utan fræ- og kornrannsóknir. Kornakrar voru 7-9 hekt- arar og fræakrar 1-3 ha. Árið 1936 var byggt fjós og hlaða ásamt hauggeymslu og þvaggryfju. Það sama ár sleppti ég búskap fyrir eigin reikning, en Búnaðarfélagið tók við öllum rekstri. Þótti mér þessi breyting sjálfsögð vegna aukinnar ræktunar og fóðuröflunar stöðvarinnar. Árið 1945 var reist hús með tveimur íbúðum, um 74 fermetrar hvor. Var húsið ætlað kvæntum starfsmönnum. Að öðru leyti voru ekki reistar byggingar af framlagi þess opinbera. En þar sem allt var unnið með hestum árin 1927-54, þurfti hús fyrir hross og fóður. Var það byggt í áföngum á árunum 1935-40, svo og geymsla fyrir vélar og áhöld. Fyrsti traktorinn kom að Sámsstöðum 1946. Var það Farmall. Fyrsta sjálfbindivélin kom aftur á móti ári fyrr. Fram að þeim tíma var allt bundið með höndum og var það oft þreytandi verk, því að binda þurfti bæði grasfræ og korn. 6 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.