Goðasteinn - 01.09.1970, Page 9

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 9
Hafrauppskera - Kornhlaðan í baksýn. Jarðræktin var aðalverkefnið á Sámsstöðum og jókst hún stöð- ugt með ári hverju. Var svo komið, þegar ég hætti, 72 ára gamall, Arið 1967 að ræktað land stöðvarinnar var um 60 hektarar, en allt land stöðvarinnar var um 71 ha. Auk þess voru um 16 ha. ræktað land úti á Geitasandi, en þar átti stöðin um 40 ha. svæði, er var notað til tilrauna með nytjajurtir á örfoka landi og eyði- söndum. Þar hófust tilraunir fyrst árið 1940, og voru þær fyrstu sex árin ekki á vcgum stöðvarinnar, heldur að tilstuðlan fimm manna, er gengust fyrir sandræktun á þessum stað, er liggur um það bil 500 metrum vestan Eystri-Rangár. Árið 1947 kcypti Til- raunastöðin land þetta af okkur, sem staðið höfðum í þessum framkvæmdum, en þcir voru auk mín Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi, Hákon hæstaréttarritari, sonur Guðmundar, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri og Hermann Jónasson, ráðherra. Þessi starfsemi jókst nokkuð eftir að stöðin eignaðist landið, og voru á þeim tíma gerðar tilraunir mcð ýmislegt varðandi sandræktun, reyndar ýmsar grastegundir, smárategundir, korn, belgjurtagræn- Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.