Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 12

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 12
að 300-350 kg af brennisteinssúru kalí væri að því er cr virtist hæfilegt magn og ekki yfir 350-400 kg þrífosfat og 500-600 kg af kjarna á ha. Meira magn af köfnunarefni eykur að vísu upp- skerumagn, en gæðum hrakar, svo að kartöflurnar verða verri til matar og geymast verr. Því er hóflegt áburðarmagn heppilegast. Þá voru gerðar allmiklar sáðskiptatilraunir og sýndi það sig að bezt er að rækta ekki lengur en tvö ár í röð á sama landi. Einnig voru gerðar tilraunir með ýmis arfadrepandi lyf í nær tvo áratugi. Sýndi það sig að með réttri notkun tröllamjöls má spara mikla vinnu í hirðingu, ef borin eru á 250-300 kg á ha. um það bil 6-10 dögum fyrir uppkomu grasa. Reynd voru ýmis önnur lyf, sem óþarft er að nefna, nema þá þau, sem bezt gáfust. Þeirra á meðal er Arisín, 2-3 kg á ha., hvítt duft. Dregur það stundum úr uppskeru, en heldur arfa alveg niðri. Afalon reyndist bezta lyfið. Það er einnig hvítt duft og þarf af því 2-2,5 kg á ha. Báð- um þcssum lyfjum þarf að úða yfir garðinn áður cn grös koma upp. Mygluvarnarlyf hafa verið reynd hér, og mikil trygging er að nota þau hér sunnanlands, þar sem myglan er útbreiddust. Þetta, sem hér hefur verið nefnt, er það helzta, sem tilraunir í kartöflurækt á Sámsstöðum hafa leitt í ljós á liðnum árum. Árið 1932 varð mikil breyting til bóta á Sámsstöðum. Þá flutti ég frá Mið-Sámsstöðum í nýtt íbúðarhús, sem byggt hafði verið 115 m ofan við Fljótshlíðarveg. Varð þar með öll aðstaða betri, og jókst starfsemin til mikilla muna. Búnaðarfélag Islands rak Tilraunastöðina frá upphafi 1927 til 1940, er ný lög um tilraunir voru samþykkt á Alþingi, þar sem ríkið sjálft lagði jarðræktar- stöðvunum til stofn- og rekstrarfé. Árið 1951 keypti svo ríkið Sáms- staði með búi og öllum þeim verðmætum, er þar höfðu skapazt á liðnum árum. Hcfur sú skipan haldizt síðan og eftir ennþá ný lög gildir þetta fyrir þær fjórar jarðræktarstöðvar, sem í landinu eru, en það er á Sámsstöðum, Akureyri, Skriðuklaustri og Reyk- hólum. Tvær síðast nefndu stöðvarnar voru stofnaðar árið 1946. Heyra þær allar undir stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins og fer allt reikningshald þeirra fram í Reykjavík, en áður önn- uðust tilraunastjórarnir sjálfir það. Veit ég vart, hvort fyrirkomu- lagið er betra, en úr því getur reynslan ein skorið. 10 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.