Goðasteinn - 01.09.1970, Page 14
völlur fyrir kornyrkju við bær aðstæður, scm cru hér á Suður
landi. En cinnig var kornyrkja reynd í smáum stíl í flestum sýsl-
um landsins og oftast á ioo til 300 stöðum. Kornið frá flestum
þessum stöðum var svo rannsakað og fékkst þá yfirlit um gæði
framleiðslunnar. Árið 1933 stofnuðu nokkrir bændur undir Vestur-
Eyjafjöllum kornyrkjufélag, sem aðeins starfaði í fjögur ár. Va,-
kornfok aðalorsök þess að það félag hætti. Þá var rekin korn-
rækt í Reykholti í 4 eða 5 sumur, en þar reyndist of kalt, nema
í beztu sumrum. Ýmislegt annað kom og til, sem áhrif hafði á
árangurinn, m. a. að ekki var hægt að sá nógu snemma. Síðar
hefur svo kornrækt verið reynd eftir 1958 í stærri stíl. Hefur hún
gengið misjafnlega og verið hætt, ef citt til tvö sumur hafa brugð-
izt með góðan þroska. Misjafnar skoðanir hafa komið fram um
það, hvernig haga skuli kornyrkju hér á landi, og gerðu sér sum-
ir vonir um að stórrekstur á þessu sviði væri beztur og án þess
að tengt væri öðrum búskap með kvikfé, er hirti hálm og korn
eins og hagkvæmast verður eftir minni reynslu. Ég tel það mikil-
vægt að bóndinn hafi eigin akur í sambandi og í skiptum við
aðra ræktun. Það er t.d. ekki lítilvægt atriði að á Sámsstöðum
var framlcitt 50-70% þess fóðurbætis, sem notaður var í búfé
yfir 30 ár.
Ég hef haft þá skoðun og hcf enn að meiri reglu og skipulags
sé almennt þörf í jarðrækt, og að kornið sé haft í skiptum við
aðrar sáðjurtir. Sé það þá tekið þroskað, þegar árar til full-
þroska, en slegið til heyfóðurs, ef það er ekki fullskriðið fyrir
ágústbyrjun. Tilraunirnar í kornyrkju og sú framleiðsla, sem varð
ár bvert, notaðist á tvennan hátt. I fyrsta lagi fékkst þekking
á fjölmörgum atriðum varðandi framkvæmd kornræktar, og í öðru
lagi fékkst nægilegt fóðurkorn til spörunar aðkeyptum fóðurbæti
og útsæði bæði tii hcimanota og sölu til fjölmargra annarra staða.
Hvort sú vinna, sem lögð var í tilraunir kornyrkju, hafi hagnýt
áhrif fyrir framtíðar fóðuröflun í landinu, fer auðvitað eftir því,
hvort menn gera sér ljóst gildi sáðræktar til að tryggja ódýrara
fóður en með túnrækt einni saman. Einnig ræður það miklu,
hvort tíðarfar verður svo hagstætt, að nægur þroski fáist á korni
því, sem ræktað er á hverju sumri. Þá er nauðsyn, að áfram verði
12
Goðasteinn