Goðasteinn - 01.09.1970, Side 16

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 16
cru þrjár verksmiðjur á þessu sviði starfandi í landinu og gras- rnjöl ekki lengur flutt inn eins og áður tíðkaðist. Um aðra starfsemi á Sámsstöðum er það að segja, að megin- hluti tilraunareitanna var í túnrækt og framræslu. Ber þar mest á tilraunum mcð áburð, tilbúinn áburð og húsdýraáburð. Efalaust hafa þær tilraunir gert talsvert gagn, því að þær hafa á ýmsan hátt skýrt verkanir tilbúins áburðar,roagn á hektara og áburðar- tíma. Þá voru um skeið tilraunir með skjólsáð fyrir túnrækt, sáð- tíma grasfræs, endurræktun túna, hvít- og rauðsmárarækt með grastegundum og fleira. Er sárt til þess að vita, að þær tilraunir skuli ekki hafa bætt túnræktina almcnnt, því að auðveldara hefur þótt að nota aðkeypt köfnunarefni en að láta smárategundirnar vinna það ókcypis úr loftinu með aðstoð rótarbaktería. Talsvert var unnið að trjárækt á Sámsstöðum, bæði heima við aðalbyggingar stöðvarinnar og út um tún, þar sem gerð voru skjólbelti til skjóls og skrauts. Mest var ræktað af birki og rann- sóknir sem gerðar voru á byggþroskun sýndu 16-60% aukið mjölmagn, þar sem skógarskjóls naut við. Eflaust á skjólbelta- rækt framtíð fyrir sér í landi okkar og fullvíst er, að skjólbelta er mikil þörf til þess að hamla gegn næðingi og álagi vinda á vaxandi gróður. Á síðustu tíu árum mínum á Sámsstöðum var talsvert fengizt við tilraunir með grænfóður, hafra- og belgjurtagrænfóður alveg frá 1935 og svo ýmsar káltegundir, sem hafa rutt sér til rúms nú á seinni árum. Með þessum tilraunum fundum við hentugar teg- undir og afbrigði káltegunda, svo og magn og tegundir áburðar fyrir kálrækt. Þá má minna á, að síðan tilraunastöðin tók til starfa, hafa þar farið fram veðurathuganir. Ná þær veðurfarsskýrslur yfir 39 ára tímabil og liggja þær fyrir í aðgengilegu formi til athugunar og yfirsýnar. Er þá talið í stórum dráttum það helzta, scm unnið hefur ver- ið þau 40 ár, sem ég var á Sámsstöðum. Er þá eftir að greina frá því, sem gerði mér fært að koma þessum framkvæmdum áfram. Starfsfólk hefur oftast nær verið heimilisfast hjá mér fram til 1945, en nokkru minna eftir að verkamannabiistaðurinn var 14 Godasteuin

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.