Goðasteinn - 01.09.1970, Side 18
landinu. Sumir þcirra unnu hjá mér á haustin við uppskerustörf.
Var þetta því mannmargt heimili og talsverð umsvif önnur en
tilraunastörfin. Sú saga verður ekki sögð hér, en minnast skal þess,
að margt það fólk, er ég hafði til starfa, var úrvalsfólk, sem mat
hag starfseminnar í verki.
Ég var ókvæntur, þegar ég kom að Sámsstöðum, og bjó með
ráðskonu, sem var ágæt á margan hátt. En árið 1929 gekk ég að
eiga ungfrú Ragnheiði Nikolásdóttur frá Kirkjulæk. Reyndist hún
mér ágæt kona og húsmóðir og starfaði með mér unz hún lézt
25. nóvember 1950 eftir rúmlega 21 árs sambúð. Börn eignuðumst
við ekki, en tókum til uppeldis tvö fósturbörn, dreng og stúlku.
Síðan 1951 hefur verið ráðskona hjá mér Þórey Stefánsdóttir frá
Hjöllum í Gufudalssveit. Hefur hún staðið fyrir heimili mínu.
Son eignuðumst við saman, Trausta, sem nú er á gagnfræða-
skólaaldri.
Árið 1956 fékk ég land hjá sýslunefnd Rangárvallasýslu í Hvols-
velli. Voru það 20 ha. og ræktaði ég það allt í tún fyrir 1959
og lauk nauðsynlegum byggingum 1961. Frá þeim tíma og tii 1967
hafði Samband ísl. samvinnufélaga jörð og hús á leigu. Síðan
flutti ég á þennan stað hinn 12. júní 1967, og heitir býlið Korn-
vellir. Þar hefur oftast verið dálítil kornrækt, aðallega bygg. Nú
er ég laus við allt umstang fyrir það opinbera og rek lítilsháttar
rannsóknir fyrir mig, einkum í smárarækt með korni.
En ekki er öllu lokið um frásögn mína frá Sámsstöðum, því
að eftir er að nefna þau störf, sem ég hef unnið umfram starf-
rækslu bús og tilrauna á staðnum. Fyrstu árin, eða til 1935, var ég
að mestu laus við aukastörf, en svo var það ekki alla tíð. Ég var
formaður Búnaðarfélags Fljótshlíðar í 30 ár, sat 26 ár í skatta-
nefnd, í 15 ár var ég formaður og framkvæmdastjóri Ræktunar-
sambands Fljótshlíðar, Hvolhrepps og Rangárvalla, og formaður
Fóðurbirgðafélagsins var ég í sex ár. Þá sat ég í stjórn Sjúkra-
samlags Fljótshlíðar um árabil og sá um virðingu á eignum til
lántöku fyrir Búnaðarbanka íslands og fleira. Allt þetta tók tíma
og ekki var komizt hjá löngum vinnudegi öðru hverju. Ekki kom
það mjög að sök, því að heilsan var oftast góð. Þakka ég það
reglusömu lífi og eðlislægri hreysti. Á árunum 1958-66 var ég
16
Goðasteinn