Goðasteinn - 01.09.1970, Page 22

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 22
heimtur haustið áður ásamt tveim morgolóttum hrútlömbum. Fleira fé vantaði, sem haldið var og, að þarna hefði dagað uppi. Ferð þessivar farin á tveimur jeppum (Austin Gipsy og Willy’s), bílstjórar: Valur Oddsteinsson og Árni Jónsson. Beðið var nokkra daga eftir uppstyttu frá því ferðin var endanlega ákveðin. Sunnu- daginn 12. september, kl. 1 e. m. lögðu þeir fyrstu af stað. Haldið var eftir Fjallabaksvegi nyrðri, þegar mannskap og farangri hafði verið safnað í bílana. Heiðskírt var í byggð en þokuslæðingur á hæstu fjöllum. Þess ber að geta, að til fararinnar var ráðinn sjöundi aðilinn, hundurinn Neði frá Hrífunesi, en hann skyldi gegna því hlut- verki að taka kindur, ef fyndust, og var hann farþegi í Willysnum; var aftur í bílnum, ofan á dótinu. Lá hann þar fram á lappir sínar og horfði fram á veginn eins og aðrir, sem í bílnum voru. Þegar byggðinni sleppir, er ekið skammt suðvestan við Svarta- núp, sem er eyðibýli, um Hurðabök og Þorvaldsaura, og er þá farið þvert yfir hina fornu Fjallabaksleið, Bjarnargötu þá, er Flosi á Svínafelli fór með lið sitt hina örlagaríku ferð að Bergþórshvoli. Næst liggur leiðin yfir Þorvaldsá. Nú fórum við allt í einu að heyra dunur og dynki og mátti helzt ætla cinhverja hræringu frá iðrum jarðar, enda Katla og Laki sitt til hvorrar handar. Fljót- lega kom þó í Ijós, að það voru iður rakkans, sem gengu í bylgj- um, og kom nú gusa, er gekk yfir herðar okkar. Skyndilega voru bifreiðarnar stoppaðar, og þeir, sem inni voru, þustu út í hreint fjallaloftið, og rétt hjá liðaðist Þorvaldsá blátær um heiðina. Tóku menn nú upp sjálfskeiðunga sína og skófu hver af annars hand- leggjum og herðum og Þorvaldsá tók þátt í þeirri hreinsun, með góðri lyst að því er virtist. Haft var á orði, að réttast væri að láta seppa nú hlaupa með, en brátt var hann tekinn í bílinn á ný, því ekki var talið ráðlegt að láta hann eyða orku sinni og eiga e.t.v. í vændum að þreyta hlaup við sprettharðar sauðkindur, sárfættur í þokkabót af að hlaupa um vikurinn, sem nóg var af á leið okkar. Hér norðar heitir Þorvaldsdalur, fornbýli frá Tólfahringum, scm eru hér austar, nær Skaftá. Sagan segir, að þar hafi verið 12 bæir, heil kirkjusókn og kirkjan verið í Réttarfelli. Bæjarhverfið 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.