Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 22

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 22
heimtur haustið áður ásamt tveim morgolóttum hrútlömbum. Fleira fé vantaði, sem haldið var og, að þarna hefði dagað uppi. Ferð þessivar farin á tveimur jeppum (Austin Gipsy og Willy’s), bílstjórar: Valur Oddsteinsson og Árni Jónsson. Beðið var nokkra daga eftir uppstyttu frá því ferðin var endanlega ákveðin. Sunnu- daginn 12. september, kl. 1 e. m. lögðu þeir fyrstu af stað. Haldið var eftir Fjallabaksvegi nyrðri, þegar mannskap og farangri hafði verið safnað í bílana. Heiðskírt var í byggð en þokuslæðingur á hæstu fjöllum. Þess ber að geta, að til fararinnar var ráðinn sjöundi aðilinn, hundurinn Neði frá Hrífunesi, en hann skyldi gegna því hlut- verki að taka kindur, ef fyndust, og var hann farþegi í Willysnum; var aftur í bílnum, ofan á dótinu. Lá hann þar fram á lappir sínar og horfði fram á veginn eins og aðrir, sem í bílnum voru. Þegar byggðinni sleppir, er ekið skammt suðvestan við Svarta- núp, sem er eyðibýli, um Hurðabök og Þorvaldsaura, og er þá farið þvert yfir hina fornu Fjallabaksleið, Bjarnargötu þá, er Flosi á Svínafelli fór með lið sitt hina örlagaríku ferð að Bergþórshvoli. Næst liggur leiðin yfir Þorvaldsá. Nú fórum við allt í einu að heyra dunur og dynki og mátti helzt ætla cinhverja hræringu frá iðrum jarðar, enda Katla og Laki sitt til hvorrar handar. Fljót- lega kom þó í Ijós, að það voru iður rakkans, sem gengu í bylgj- um, og kom nú gusa, er gekk yfir herðar okkar. Skyndilega voru bifreiðarnar stoppaðar, og þeir, sem inni voru, þustu út í hreint fjallaloftið, og rétt hjá liðaðist Þorvaldsá blátær um heiðina. Tóku menn nú upp sjálfskeiðunga sína og skófu hver af annars hand- leggjum og herðum og Þorvaldsá tók þátt í þeirri hreinsun, með góðri lyst að því er virtist. Haft var á orði, að réttast væri að láta seppa nú hlaupa með, en brátt var hann tekinn í bílinn á ný, því ekki var talið ráðlegt að láta hann eyða orku sinni og eiga e.t.v. í vændum að þreyta hlaup við sprettharðar sauðkindur, sárfættur í þokkabót af að hlaupa um vikurinn, sem nóg var af á leið okkar. Hér norðar heitir Þorvaldsdalur, fornbýli frá Tólfahringum, scm eru hér austar, nær Skaftá. Sagan segir, að þar hafi verið 12 bæir, heil kirkjusókn og kirkjan verið í Réttarfelli. Bæjarhverfið 20 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.