Goðasteinn - 01.09.1970, Side 28

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 28
Það er ekki hægt að skilja svo við þennan stað, að ckki sc litið til Fögrufjalla og Langasjós. Við ökum austur á fjallbrúnina. Það er fögur sýn að líta yfir Fögrufjöllin líkt og úr lofti; hæðar- munurinn er svo mikill. Fögrufjöll böðuð síðdegissól, hinn dimm- blái flötur Langasjós með eyjunni Meyjarsæti úti í vatninu, sveip- aðri likt og grænu flosteppi. Kind og kind má greina í sjónauka, þótt fjarlægðin sé mikil. Við vorum staddir meðfram Lónakvísl, er við sátum fyrir kindunum, biðum þar góða stund. Þar getur að líta sérkennilegan fjallskamb með gati í gegn. Nefni ég hann Ask. Þar neðan og vestan við er allstórt og tært stöðuvatn, hömr- um girt að mestu. Er fallegt að líta niður á það ofan af fjalls- tindinum. Þar er allálitlegt til veiða. Myndi ég kalla vatnið Ask- vatn svona til aðgreiningar frá hinum vötnunum. Brátt komu nú göngumennirnir, og þá var ekki til setunnar boðið. Við snæddum af nesti okkar og héldum svo heim á leið með 3 kindur. Ekkert frásagnarvert skeði á heimleið, utan það, að vestan Skuggafjalla lá kind ósjálfbjarga í afvelti. Við höfðum aðeins pláss fyrir hana á húddi bílsins, og þar var hún höfð til byggða. I byggðina niður í Skaftártungu komum við kl. 8 um kvöldið. 20/12 1965 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.