Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 29
%inar Sigurfinnsson:
Guðmundur í Kotey
„Goðasteinn“ hefur margra genginna granna minnzt og þannig
forðað frá gleymsku nöfnum og ferli manna, sem vert er að muna
og ýmislegt má læra af. Þctta er vel gert og þakkarvert eins og
flcira á blöðum þessa þjóðlega rits.
Nú langar mig að minnast með fáum orðum á afa minn, en
minning hans er mér kærri en flestra annarra, og honum hefði ég
öðrum fremur viljað líkjast. Guðmundur hét hann, Einarsson,
fæddur að Borgarhöfn í Suðursveit 25. maí 1831. Faðir hans var
Einar Guðmundsson húsmaður í Gerði, talinn fæddur að Ás-
garði í Landbroti en er að Hofi í Öræfum, smali, 19 ára 1817.
Móðir hans var Margrét Erlendsdóttir, fædd að Sævarhólum í
Suðursveit 1805. Hún kom svo að Fjósakoti í Mcðallandi 1833 með
Gu.ðmund son sinn tveggja ára. Margrét giftist Halldóri Sveins-
syni bónda að Fjósakoti, og þar ólst Guðmundur upp við næsta
þröngan kost. Urn tvítugt fór hann vinnumaður að Eystri-Lyngum
til Einars Einarssonar bónda þar og dvaldi þar nokkur ár. Meðal
annars heimafólks á Lyngum var heimasæta, sem hét Kristín. Hún
var jafnaldra Guðmundar, og felldu þau hugi saman. Þau giftust
1857 og hófu búskap sem húsmenn að Fjósakoti.
Síðar fluttu þau að Háu-Kotey og bjuggu þar við fremur þröng-
an efnahag cn farsæla og ánægjuríka sambúð til ellidaga. Börn
eignuðust þau nokkur. Synir þeirra, þrír, bjuggu í Reykjavík:
Guðmundur bóndi á Vegamótum og kenndur við þann stað, Ein-
ar steinhöggvari á Grettisgötu 28 og Jóhann í Sundi, er dó á bezta
Godasteinn
27