Goðasteinn - 01.09.1970, Page 30

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 30
aldri. Dæturnar voru: Kristín húsfreyja í Kotey, Guðrún hús- freyja í Holti í Álftaveri og Margrét, sem fluttist til Reykjavíkur og giftist þar. Hún varð ekkja á unga aldri, stundaði hjúkrun og fleira og dvaldi á ýmsum stöðum. Enn skal telja tvo syni, sem drukknuðu á æskuskciði í Eldvatninu hjá Ásum í Skaftártungu, Magnús Kristinn og Einar. Þegar ellin færðist yfir afa og ömmu og starfsþrek þraut, urðu þau að slíta samvistir, því að ekkert barnanna gat tckið þau bæði í hús sín. Þetta gerðist 1901. Þung hafa skilnaðarsporin ver- ið þessum elskendum. Um það er hægara að hugsa en ræða. Krist- ín var hjá dóttur sinni og nöfnu þau þrjú ár, sem hún átti ólifuð, en Guðmundur fór til sona sinna í Reykjavík. Lengst var hann hjá Einari á Grettisgötu 28, hafði þar svefnherbergi í kjallara, skar þar tóbak fyrir verzlanir og vann fyrir sér með því. Hann undi sér vel í kompu sinni og var alltaf glaður í bragði. Oft komu gestir til hans, því marga átti hann góða kunningja. Hann dó á afmælisdag sinn 1908. I fallegu kveðjuljóði, sem Sveinbjörn Björns- son orti, er þetta crindi: Vinfastur og viðmótsþýður varstu þeim, er kynntust þér, því er von, að vinir sakni vinar þcss, sem hniginn er. Hjörtu þeirra harmi stungin hjartans blíða kveðju tjá þér, sem æ með huga hlýjum hörmum þeirra bægðir frá. Þessi er umgerðin um ævi afa míns og fósturföður fyrstu ævi- árin. Minning mín um hann er mér svo einkar kær, að ég get í einlægri alvöru tekið mér í munn þau fyrir löngu sögðu orð: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Hygg ég, að flestir, er kynntust honum, væru sammála um, að þar hefði góður maður gengið. Guðmundur var ekki stór vexti en þykkur undir hönd. Krafta- knár var hann og handtakagóður á sjó og landi. Það heyrði ég 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.