Goðasteinn - 01.09.1970, Page 33
komnir þetta nærri. Ég komst yfir álinn á brotinu, þó alldjúpt
væri, hljóp svo niður grynningar og út á brot, sem var neðan við
forina, þar sem selirnir voru.
Nótin barst mjög hægt niður eftir, því straumur var hægur á
milli brotanna. Jóhannes hélt í nótarendann í bátnum og hafði
gát á öllu, en drengirnir andæfðu. Busl og skvetti var að sjá við
nótina, eitthvað var að festast í henni. Bátnum var stefnt svo,
að nótin fór í bug, og brátt barst hún að grynningum. Ég náði
í lausa endann, og brátt var öll nótin komin á grunnt vatn, og
margir selir sprikluðu fastir í henni. Þeir fengu snör og þung högg
á nasirnar, síðan hálsskornir, greiddir úr og dregnir á þurrt. Strax
var nótin greidd upp í bátinn. Ég hljóp út á neðra brotið og tók
þar stöðu. Hinir reru upp fyrir forarbotninn, lögðu þar út nótina,
scm barst niður eftir líkt og áður. Eitthvað fékkst í þessum seinni
drætti, svo nú lágu 12 selir dauðir, sumir vænir, á eyrinni.
Þessi mikli afli var látinn upp í bátinn, ásamt nótinni, og svo
varð að draga hann með öllu saman upp eftir Fljótinu. Hann var
þungur í drætti á móti straumnum og erfitt að vaða, því velja
varð nægilega djúpt vatn fyrir bátinn, sandbotninn víða laus og
þungur. Allt komst þó að lokum upp á Bæjarhólmataglið. Þar var
allt skilið eftir og gengið heim. Komið var langt fram á kvöld
og mál að hvílast. Þegar að morgni var farið með hesta að sækja
veiðina, sem þótti góð og mikil miðað við liðsafla, ein mesta
happaferð „í ós“ og munu fleiri en heimilið á Söndum hafa notið
góðs af.
Goðasteinn
31