Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 37

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 37
þorra og þrettánda, en hleypt var til á Þorláksmessu, dagvíst. Þessi umræddi hrútur var hafður í eldhúsinu á Hala á vetrin. Um og eftir sumarmál 1906 viðraði fremur vel, þó síðar kóinaði. Voru því ær farnar að fara frá húsi upp úr sumarmálunum. I sama mund var hrússa sleppt úr eldhúsinu. Hann var því búinn að vera um viku úti og kominn til fjalla, þegar ofviðrið mikla skall á um mánaðamótin apríl og maí. Kvöldið fyrir veðrið, í blíðskaparveðri, kemur hrússi að eldhúsdyrunum og jarmar hátt. Mamma sagði við föður minn, að nú væri hrúturinn kominn, eitt- hvað slæmt mundi leggjast í hann. Ekki hélt pabbi að það gæti verið í þessari blíðu. Mamma hélt, að ekki væri lengi að skipast veður í lofti. En hvort scm pabbi og mamma ræddu þetta lengur eða skemur, varð það úr, að hrússi var látinn á básinn sinn, og honum var gefin væn tugga. Um nóttina, útúr miðnætti, skall á ofviðri, eitt það mesta, sem þálifandi menn mundu. Afleiðingar bess urðu margvíslegar en ekki getið um þær hér. Ekki man ég eftir afkvæmum hrússa utan einni á. Hún var hvít á lit, ullarstutt, með miklum brúska, líktist föðurömmu sinni á vöxt og í öllum hreyfingum. Þessi ær hét Brekkukolla, og var fært frá henni, en aldrei var hún þó í kvíum. Hún sótti hátt upp í brekkur og jafnvel í neðstu rákir í klettunum. Benedikt afi ráð- lagði okkur strákunum að tálga neðan úr klaufunum á henni, við það yrði hún sárfætt og sækti ekki eins upp í skriður. Þetta gerð- um við, en lítið held ég hún hafi orðið þægari við það. Af afkvæmum Brekkukollu man ég eftir tveim sauðum. Kom fram í þeim forystucðli, sem í ættinni var. Skal nú í stuttu máli sagt frá forystu þessara sauða: Veturinn 1917 gekk nokkuð harkalega í garð. Það mun hafa verið um hálfan mánuð af vetri, að stórsnjó gerði, að mestu jafnfallinn. Fénaður var inn um öll fjöll, þegar snjóaði, af því tíð hafði verið góð áður. Þegar þetta gerðist, var sauðaeign víða orðin nokkur. Sauðirnir voru góðir með að smala sér til, þegar snjóaði. Eins var í þetta sinn. Á Breiðabólstaðarbæjum, Breiða- bólstað, Hala og Gcrði, var sauðaeign talsverð. Gengu sauðirnir og fleira fé af bæjunum í Staðarfjalli. Þangað er nærri tveggja tíma gangur, þegar auð er jörð. Þarna átti líka fé bóndinn í Upp- Goðasteinn 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.