Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 43

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 43
hér á landi. Guðmundur Hjaltason kennari (d. 1918), alþýðufræð- arinn alkunni, var nýkominn frá dvöl í Noregi og skrifaði um nýju æskulýðsfélögin norsku í blaðið Austra, er kom út á Seyðis- firði. Hann var hrifinn af brennandi áhuga æskulýðsins í Noregi, sem eftir skilnað Svía og Norðmanna samcinaðist í öflugri þjóð- ernislegri hreyfingu. Blað af Austra með grein um þetta efni frá hendi Guðmundar barst í hendur feðga undir Eyjafjöllum, Sigurðar bónda á Selja- landi Sigurðssonar og sona hans, Hannesar og Hálfdánar. Þeir feðgar sýndu greinina ýmsum sveitungum sínum, og af þessari rót spratt ungmcnnafélagið Drífandi, sem stofnað var 14. jan. 1906.* Umf. Akureyrar, sem talið er fyrsta umf. á landinu, var stofn- að fyrr í sama mánuði, 7. janúar. Ekki gat verið um áhrif frá stofnun Akureyrarfélagsins að ræða eins og samgöngum var þá háttað, heldur mun undirrótin hafa verið hin sama bæði á Akur- eyri og undir Eyjafjöllum: eldkveikja frá penna Guðm. Hjalta- sonar. Fyrsta stjórn Umf. Drífandi var þannig skipuð: Form. Sig. Vig- fússon, Brúnum; ritari Bergsteinn Bergsteinsson, Seljalandsseli og gjaldkeri Kort Elísson, Fit. Sigurður var lengstum endurkosinn formaður félagsins meðan það starfaði. Félagið fékk til afnota samkomuhús, sem þeir Seljalandsbræður Hannes og Hálfdán komu upp með eindæma dugnaði. Það var áfast við rjómabússkála sveitarinnar við Hofsá hjá Seljalandi. Þar voru haldnir fundir félagsins fyrstu árin og almennar skemmti- samkomur með ræðuhöldum, upplestri, söng og dansi, og stund- um glímu. Síðan fékk félagið leigða stofu í Hamragörðum til fundahalda, eftir að það varð að sleppa samkomuhúsinu við Hofsá. Eftir stofnun Umf. fslands 1907, var Sigurður oftast fulltrúi félags síns á fjórðungsþingum Sunnlendingafjórðungs og svo sam- bandsþingum, sem fjórðungsþingin kusu fulltrúa til. * Sú villa hefur slæðzt inn í minningarritið „Skarphéðin 1910-’50“ bls. 20, að Umf. Drífandi hafi verið í Ásólfsskálasókn'. Það er alrangt því félagssvæðið var aðallega Stóra-Dalssókn og fundarstaðir þess alla tíð innan sóknarinnar. Godasteimi 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.