Goðasteinn - 01.09.1970, Page 44
Sigurður var mcðal þeirra, scm sóttu búnaðarnámskeið þau
er haldin voru í Þjórsártúni á árunum fyrir og um 1910 að til-
hlutan Búnaðarfélags fslands, og kom þar saman margt ungra
manna úr Árnes- og Rangárvallasýslum, bændur af yngri kyn-
slóðinni og búlausir menn. Námskeiðin stóðu hálfsmánaðartíma.
Fór kennsla fram í fyrirlestrum og fiuttu þá af hálfu Búnaðar-
félags fslands þessir menn: Einar Heigason, garðyrkjustjóri, Magn-
ús Einarsson, dýralæknir og Sigurður Sigurðsson, ráðunautur Bún-
aðarfélagsins - um skeið alþingismaður Árnesinga, allt mætir
menn og kunnir af störfum sínum.
Eftir fyrirlestrana voru dag hvern umræðufundir, og voru rædd
margvísleg mál, sótt og varin; leiddu hinir ungu menn saman
hesta sína í gamni og alvöru. Þóttu þessir mannfundir mjög
ánægjulegir. Margir þessara ungu manna störfuðu saman í í-
þróttasambandinu Skarphéðni, er það komst á fót (nú nefnt
Héraðssambandið Skarphéðinn). í fyrstu stjórn Skarphéðins voru
kosnir: Formaður Guðlaugur Þórðarson, Króktúni í Landsveit,
ritari Sig. Vigfússon, Brúnum; gjaldkeri Ingimundur Jónsson,
Holti, Stokkseyrarhreppi; meðstjórnendur: Björgvin Magnússon,
Klausturhólum, Grímsnesi, og Skúli Gunnlaugsson, Kiðjabergi,
Grímsnesi.
Auk þess sem Sigurður starfaði í fyrstu stjórn Skarphéðins,
flutti hann stundum erindi á íþróttamótum sambandsins. Er freist-
andi að tilfæra hér orð eins þeirra er störfuðu með Sigurði í
fvrstu stjórn íþróttasambandsins. Ingimundur Jónsson segir svo frá
fyrsta stjórnarfundinum: (Minningarrit bls. 34). „Fyrir mig var
þetta mjög skemmtilegur fundur . . . kynntist ég þarna þessum
ungu mönnum, sem allir voru efnilegir og fullir áhuga á öllu,
sem verða mætti landi og þjóð til gagns og heilla. Ekki get ég
stillt mig um að geta þess, að Sigurður á Brúnum bar af fyrir
fljúgandi gáfnafar og fjölbreytta þekkingu sína.“
Umf. Drífandi átti ríkan þátt í menningarmálum sveitarinnar
á starfsárum sínum, m. a. í íþróttamálum, fékk til sín íþrótta-
kennara er Umf. Islands lét fara milli sambandsfélaga, er þess
óskuðu, og halda námskeið í ísl. glímu og líkamsæfingum. Þá
komu cinnig til félagsins frá sambandinu sendimenn, er fluttu
42
Goðastemn