Goðasteinn - 01.09.1970, Page 51
sem þú fyrr eða síðar munt komast að raun um, að verður þér
ofurefli."
Ungmennið svaraði: „Þið þykist ráða mér heilt, en þið vitið
ekki, hvað þið segið, og mun ég halda ferð minni áfram í þeirri
von, að drottinn guð minn muni leiða mig yfir allar hinar mörgu
og miklu hættur, sem fyrir mér iiggja.“ Skildi hann þá við menn-
ina og hélt vonglaður áfram, þrátt fyrir alla örðugleika, og segir
nú ei neitt af ferðum hans, fyrr en hann kemur í þorp eitt, sem
leiðin lá um. Bar þar margt fyrir augu hans, er reyndi að fæla
hann út af hinni réttu braut. Hann sá inn í dýrlega samkomu-
sali, þar sem fjöidi ungra manna sátu og stóðu við allskonar
dillandi skemmtanir. Þegar hinir ungu menn sáu hann, sögðu
jíeir sem einum munni: „Kom til vor. Njót með oss hinna glað-
væru skcmmtana vorra. Þú lítur út fyrir að vera lúinn og veitir
því ekki af að kasta af þér áhyggjum þínum litla stund og
skemmta þér með oss. Hér er allt að hafa, sem mannlegur lík-
ami girnist og sem endurnærir þreyttar sálir og líkama manna.
Kom til vor og drekk með oss skál skemmtana vorra í ljúfu og
hreinu víni, sem mun endurnæra líkama þinn og gjöra þig glað-
an.“ Og hann sá gömlu frúna hafða upp af ótal höndum, mjög
sakleysislega á svipinn.
En hann afþakkaði hið glæsilega boð, því hann minntist heil-
ræða gamla mannsins, og hélt áfram hina grýttu braut, án þess
að hirða um töfrasýnir og tælandi raddir. Með stakri þolinmæði
og þrautseigju kleif hann stöðugt hærra og hærra og létti ei ferð
sinni, fyrr en hann hafði sigrað hæsta tind fjallsins. Og þegar
hann sá og fann, að hann var búinn að ná fullum sigri, leit hann
til baka yfir braut sína og fann þá til þeirrar gleði í hjarta sínu,
sem sá einn getur fundið, sem barizt hefir fyrir góðu málefni og
fengið sigur.
En í gleði sinn gleymdi hann ekki drottni, heldur féll á kné
og þakkaði honum af hrærðu hjarta fyrir handleiðslu hans á
hættum vegi.
Goðasteinn
49