Goðasteinn - 01.09.1970, Side 53

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 53
Góðar hafðir þú gáfur af guði þegið. Áhugans augljóst var merki. Eigi var á liði legið að láta það sjást í verki. Ungan þig seiddi útþrá sterk, fýsti þig frjósöm lönd að líta, meiri og voldugri mannaverk en átt gat eyjan þín hvíta. Þeirri þrá þú fékkst svalað, leiztu Vínland hið væna. Um farsæld cg yndi fátt var talað. í austri vakti eyjan græna. Man ég harm þinn í hlýju ljóði, að heiman barst „helfregnin sára:“ „Móðir okkar dáin.“ mælt var í hljóði. Margra það megnaði tára. Aftur þig seiddi ættarstorð, „Brúðurin blárra fjalla.“ Bauð þér að sitja sitt við borð, sveipað dúkinum mjalla. Greiddi veg þinn sá, er veröld skóp. veitti þér gjafir ei fáar. Áttir þú vandaðan vinahóp, vonir fagrar og háar. Ljóðræn var sál þín, listavin. Lagið og undirspilið skapaði lífið, því skúr og skin skiptist um árabilið. Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.