Goðasteinn - 01.09.1970, Page 56
Gjarnan kýs ég nú að njóta
nafns og pínu Græðarans,
honurn krjúpa fús til fóta
fyrir bón og árnan hans.
Unda runninn helgur hver
hylji mínar illgjörðer.
Fyrir reiði þungri þinni
þyrm þú, Drottinn, sálu minni.
Gæzkuríkan þig ég þekki,
þín ég barnkind nefnast má,
því útskúfa þú mér ekki
þinni náð og gæzku frá.
Minnstu, að ég er þrællinn þinn,
þú ert Guð og Drottinn minn,
gleyma mér því máttu eigi,
minn Herra, á þessum degi.
Gef mér hræring heilags anda
í hjarta mitt og brjóstið inn,
svo ég kunni vcl að vanda
verk mín öll og lifnaðinn.
Engla þinna umsjón fríð
annist mig á hverri tíð,
fótspor mín til gæfu greiði,
götu friðar áfram leiði.
Sérhvern kristinn, mig og mína,
menn og kvinnur, börn og hjú,
fel ég allt í umsjón þína,
að því gæti náð þín trú.
Orð mín verk og athafner
allt margblessist nú í þér,
kvikfénaðinn, góss og gæði,
gegnum allt þín blessun þræði.
54
Goðastehm