Goðasteinn - 01.09.1970, Page 62

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 62
verið þessi ár. Því var haldið í kringlóttum hnapp, þannig að fjallmenn reistu tjöld sín í stórum hring. Var jafnt bil milli tjald- anna, svo hringurinn náði vel utan um safnið. Bilið milli tjald- anna kallaðist skárðið, og skyldi hvert tjaldfélag hafa eitt skarð til umsjónar alla nóttina svo öruggt væri, að ekki slyppi þar fé út. I hverju tjaldi voru venjulega þrír fjallmenn. Þeir urðu því að standa í skarðinu sinn þriðja hluta næturinnar hver eða hafa mann fyrir sig. Lítið næði var hjá fénu, það rann í hring meðfram tjaldaröð- inni. Þó bannað væri að ganga innan um safnið, þá var svo mikil ókyrrð hjá tjöldunum, að féð, sem kom úr frjálsræði og kyrrð fjallanna, var á sífelldri hringrás. Nóttin á Murneyri Þegar á Murneyri kom, var fyrst að flytja og hefta hestana og svo að fá að koma inn í tjaldið til fjallmannanna og fá sér hress- ingu, kjöt og kökur úr fjallskrínunni, sem nú hafði fengið sér- stakt bragð við að ferðast í skjóðu og skrínu í marga daga. Á eftir var brennheitt, svart ketilkaffi og lummur, sem komu að heiman. Þetta var á þeim tíma óvenjulegt sælgæti; auk þess, hvað skemmtilegt var að koma inn í tjaldið og sjá aðbúnað fjallmann- anna, skrínur þeirra og flet, sem vitanlega var sára-fátæklegt en þó nýstárlegt fyrir ungling, sem aldrei hafði í tjald komið og því fremur, sem þetta allt hafði fengið á sig töfrablæ við að ferðast inn um allan afrétt, yfir fjöll og firnindi. Við bættist, að fjall- menn höfðu það til að segja sögur af ferðum sínum til að svala forvitni okkar unglinga, sem höfðum heyrt og lesið sögur um úti- legumenn og fjallabúa. Hugur okkar var gljúpur og móttækilegur fyrir hverskyns frétt- um eða ævintýrum úr fjallferðinni. Þarna gátu verið glænýjar fréttir af viðburðaríku ferðalagi inn um fjöll og óbyggðir. Við litum því allmikið upp til fjallmannanna, er þcir komu úr þess- ari merkilegu ferð og það því fremur, sem ekki voru taldir hæfir menn til fjallreiðar aðrir en röskir menn á góðum aldri, vel út- búnir að öllu cn fyrst og fremst: vel ríðandi. Fjallhesturinn skyldi 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.