Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 63
vera traustur og röskur. Það mátti ekki vera letingi og ekki hent-
ugt, að hann væri fjörgapi, því hann þreytti sig og gat valdið
slysi á grjótapal og vegleysum.
Þá var hundurinn sjálfsagður félagi í ferðinni. Góð lnisfrcyja
ætlaði honum sérstakt nesti, og nærgætinn maður hafði gæru-
skinn fyrir hundinn að liggja á, gjarnan við fætur sér í tjaldinu,
ef veður var slæmt.
Við unglingar, og enda allir fullorðnir líka, höfðum áhuga fyrir
að vita, hvernig fjallferðin hefði gengið. Hvernig gekk ykkur
yfirleitt? Hvernig var veðrið? Hvernig smalaðist? Er féð fallegt?
Hefurðu séð kindur frá okkur? Villtist enginn, eða komuzt þið í
eltingarleik? Sáuð þið tófur? Sáuð þið ekki fjallabúa eða eitt-
hvað merkilegt? Þannig var spurt, en fjallmenn svöruðu, og höfðu
þá margir tilhneigingu til að láta drjúglega yfir ferðinni; höfðu
fengið illviðri, svo tjaldið ætlaði upp, lent í blindþoku og séð þá
feiknarlega stóran mann, risa, en hann hvarf út í þokuna, þegar
saman dró o. fl. þess háttar. Þannig höfðu þeir, sem grínfullir
voru eða lagnir að segja frá, gaman af að æsa ímyndun okkar,
sem að heiman komum. En þctta allt til samans gjörði tjaldið og
þessa stund svo hrífandi og merkilega, að hún gleymdist aldrei;
ailtaf þakin töfrablæ ánægjustunda æskuáranna.
Þar sem þetta var um það leyti, er byrjaði að skyggja, var oft,
að fólkið úti gekk of nærri tjöldunum og datt um stögin eða
slangraði yfir þau. Urðu fjallmenn þá oft allæfir, báðu menn ganga
annarsstaðar en á tjöldunum. En svo var kveikt á kertum í tjöld-
unum, og þá fékk allt nýjan blæ. Var þá líka gaman að koma
út, þegar kominn var ljósahringur allt í kringum safnið, því í
öllum tjöldum loguðu ljós.
Þá er nú komið allmargt fólk, einkum ef veðrið er gott. Fólkið
er í góðu skapi. Bráðlega fara einhvcrjir að syngja. Margir karl-
anna eru góðglaðir, sem kallað cr, og hvernig er hægt að njóta
þess betur en með því að taka lagið: ,,Hvað er svo glatt“ . . .
„Frjálst er í fjallasal" . . . „Þið þekkið fold“ . . . ,,Þú stjarnan
mín“ o.m.fl. Aldrei hef ég orðið hrifnari af söng cn þarna, enda
voru þarna beztu söngmenn úr mörgum sveitum.
Það er byrjað að skyggja. Loftið er tært og hljóðbært. Söng-
Goðasteinn
61