Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 64
mennirnir eru í essinu sínu. Mestu söngsnillingarnir, scm ég man
eftir, að voru þarna og stýrðu skemmtaninni voru Einar á Helga-
stöðum, framúrskarandi söngmaður, jafn á allar raddir, Björn á
Brekku og Gísli í Fjalli, síðar í Ásum, sérstakir bassamenn. Svo
voru Reykjabræður, frændur þeirra Andrésfjósabræður, allir orð-
Jagðir söngmcnn, hver öðrum snjallari, og margir fleiri góðir radd-
m.enn komu þarna fram, þó mér séu þessir minnisstæðastir. Ekki
man ég eftir, að neinn væri þarna sem söngstjóri, en takt sló Ein-
ar með annarri hendinni eða þá Reykjamenn.
Þegar fram á lágnættið kom, fór hópurinn að gisna, margir
leituðu að afdrepi til að geta sofnað dálitla stund; það var nauð-
synlegt til þess að verða betur undirbúinn fyrir næsta dag, en þá
kemur aðalskemmtunin, harmonikuspil, dans o. fl. Fjallmenn
þrengdu að sér í tjöldunum, og aðrir sofnuðu úti með gæruskinn
um höfuðið. Ekki vissi ég vel, hvað því leið, því ég fékk að sofna
undir tjaldskörinni tvo, þrjá tíma.
Rekið í rétt
Þegar dagsbrúnin roðaði austurfjöil, kölluðu fjalikóngar, að nú
væru rismál. Þá varð uppi fótur og fit. Fyrst að hita og fá sér
bita á undan kaffinu. Þá fara nokkrir að sækja hestana, hinir
binda trússin, fella tjaldið og hafa allt tilbúið. Það gengur lið-
ugt, þarna eru æfðar hendur að verki. Enginn vill verða síðastur,
því allir eiga að vera tilbúnir, þegar kallað er: „Reka safnið af
stað.“ Ég fór að sækja hestana. Þegar ég kom nokkuð út á heið-
ina, rakst ég á dökka þústu, sem ég hélt fyrst, að væri hestur í
afveltu, en er ég kom nær, sá ég, að það var útbreidd karlmanns-
yfirhöfn, en út undan henni stóðu fjórir mannsfætur, tveir litlir
og tveir stórir. Yfir hinum endanum var barðastór karlmanns-
hattur. Allt var með kyrrð og ró, ekkert í afveltu eða athuga-
vert, og ég hljóp mína leið.
Nú kölluðu fjallkóngar: „Að reka af stað,“ Skarð er rofið í
mannhringinn, og fjárbreiðan brunar út. Fjallmenn skipta sér fram
með á báðar hliðar, en stór hópur fólks með langa lest trússa-
hesta cr á eftir.
62
Goðasteinn