Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 64

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 64
mennirnir eru í essinu sínu. Mestu söngsnillingarnir, scm ég man eftir, að voru þarna og stýrðu skemmtaninni voru Einar á Helga- stöðum, framúrskarandi söngmaður, jafn á allar raddir, Björn á Brekku og Gísli í Fjalli, síðar í Ásum, sérstakir bassamenn. Svo voru Reykjabræður, frændur þeirra Andrésfjósabræður, allir orð- Jagðir söngmcnn, hver öðrum snjallari, og margir fleiri góðir radd- m.enn komu þarna fram, þó mér séu þessir minnisstæðastir. Ekki man ég eftir, að neinn væri þarna sem söngstjóri, en takt sló Ein- ar með annarri hendinni eða þá Reykjamenn. Þegar fram á lágnættið kom, fór hópurinn að gisna, margir leituðu að afdrepi til að geta sofnað dálitla stund; það var nauð- synlegt til þess að verða betur undirbúinn fyrir næsta dag, en þá kemur aðalskemmtunin, harmonikuspil, dans o. fl. Fjallmenn þrengdu að sér í tjöldunum, og aðrir sofnuðu úti með gæruskinn um höfuðið. Ekki vissi ég vel, hvað því leið, því ég fékk að sofna undir tjaldskörinni tvo, þrjá tíma. Rekið í rétt Þegar dagsbrúnin roðaði austurfjöil, kölluðu fjalikóngar, að nú væru rismál. Þá varð uppi fótur og fit. Fyrst að hita og fá sér bita á undan kaffinu. Þá fara nokkrir að sækja hestana, hinir binda trússin, fella tjaldið og hafa allt tilbúið. Það gengur lið- ugt, þarna eru æfðar hendur að verki. Enginn vill verða síðastur, því allir eiga að vera tilbúnir, þegar kallað er: „Reka safnið af stað.“ Ég fór að sækja hestana. Þegar ég kom nokkuð út á heið- ina, rakst ég á dökka þústu, sem ég hélt fyrst, að væri hestur í afveltu, en er ég kom nær, sá ég, að það var útbreidd karlmanns- yfirhöfn, en út undan henni stóðu fjórir mannsfætur, tveir litlir og tveir stórir. Yfir hinum endanum var barðastór karlmanns- hattur. Allt var með kyrrð og ró, ekkert í afveltu eða athuga- vert, og ég hljóp mína leið. Nú kölluðu fjallkóngar: „Að reka af stað,“ Skarð er rofið í mannhringinn, og fjárbreiðan brunar út. Fjallmenn skipta sér fram með á báðar hliðar, en stór hópur fólks með langa lest trússa- hesta cr á eftir. 62 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.