Goðasteinn - 01.09.1970, Side 68

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 68
og þægir hestar, sem tamdir vóru svo ungir. Flestir þóttust vel ríðandi, og margir, sem annars vóru hestasárir - sem kallað var - tímdu að reyna hestana þennan dag og eins að leyfa hjúum sínum að gera það. Vitanlega lék á ýmsu, hvað vóru gæðingar í raun og veru eða ekki, en víða vóru ágætir hestar, snillings- hestar, sem mikið yndi var á að horfa, hvað þá að sitja. Margir kunnu þá vel að sitja á hesti og taka hjá honum það, sem hann átti til. Jafnvel sumar konurnar, sem þá riðu allar í söðlum, teygðu gæðinga sína á skeiði eins og tamningamenn, er í hnökk- um sátu. Ég minnist margra slíkra réttadagsmorgna, þegar fólkið kom hvaðanæva. Hvert sem litið var, blöstu við hópar ríðandi fólks, állir að flýta sér, enda þurrlent þarna og götur greiðar, og vitað að dagurinn yrði fljótur að líða. Þarna yrði margt að sjá og heyra. Hver hafði sín áhugamál, sínar yndisóskir til dagsins. Hið annars fábreytta líf breyttist þennan dag í frumleik og fjölbreytni. Menn höfðu margskonar erindi að reka í réttunum. Fyrst og fremst vóru bændur og vinnumenn að hirða féð, kepptust við að draga. Nokkrar konur höfðu að reglu að draga í réttunum, en yfirleitt var kvenfólkið við söng og dans. Spilað var á harmon- iku, og þótti unglingum - og enda fleirum - mikið til þess koma. Gaman að standa hjá spilaranum og hlusta á þennan fasta takt og fögru hljóð. Þarna var stór, margfaldur mannhringur með dálitlu opnu svæði í miðju fyrir dansfólkið. Margir vóru hreyfir af víni, fáir fullir og lítið um slagsmál. Ef mönnum ætlaði að sinnast, vóru þeir aðskildir og óróamanna gætt, að þeir næðu ekki saman. Kven- fólk drakk aldrei, bragðaði ekki vín, enda varla annað vín með í förum en brennivín eða útþynntur spíritus. . var því lítið freist- andi kvennadrykkur. Þar sem svona margir komu saman, var sérstaklega hentugt að finna menn að máli og útrétta það, sem fyrir lá. Húsfreyjur réðu vinnukonur og vetrarstúlkur, bændur vinnumcnn eða hand- verksmenn til sérstakra hluta. Menn verzluðu með fénað eftir því sem á stóð og þénaði. Menn höfðu hestakaup, kúakaup, hrúta- kaup og jarðakaup og hvað annað, sem einn gat bætt með ann- 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.