Goðasteinn - 01.09.1970, Page 71

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 71
Gunnar Magnússon frá Reynisdal: Úr Mýrdal til miðnætursólar Mýrdalurinn er þannig staðsettur, að þar sér vel til skipaferða og breytileika hafsins við ströndina. Þaðan er stundaður árabáta- útvegur, þá er ég var að alast upp, og það var mér nýr heimur að fá að fara í sandinn og sjá það, scm þar fór fram á sviði sjó- sóknar. En úti á miðunum ösluðu togarar, og skútur svifu þönd- um seglum vestur og austur vetur hvern. Ég fékk fyrst að róa veturinn sem ég varð 12 ára, og dró þá úr sjó 27 stórþorska. Mér þótti það skemmtileg nýlunda að glíma við þorskinn. En hugurinn stefndi að því að komast á togara, eins og margir fleiri Mýrdælingar. Svo var það afráðið, að ég legði út í ævin- týrið, er ég var átján ára. Ég hafði aldrei komið til Reykjavíkur og þekkti þar engan, en það dró ekki kjark úr mér að heldur. Það var allstór hópur manna, scm lagði af stað austan úr Mýr- dal hinn 20. janúar 1930. Voru það allt vcrmenn að fara til sjávar. Ferðazt var á hestum, því ekki voru samgöngurnar komnar í það horf, er síðar varð. Ég var einn í hópi þessara manna. Farar- stjóri var Jón Árnason bóndi í Norður-Hvammi. í förinni voru Godasteinn 69

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.