Goðasteinn - 01.09.1970, Page 76

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 76
Sendibréf Eggert Guðmundsson ljósmyndari á Söndum í Meðallandi féll niður um ís á Kúðafljóti og drukknaði snemma árs 1905. Foreldrar hans voru Guðmundur Loftsson bóndi á Söndum og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir Nordahl prests í Meðaliandsþingum, Jóns- sonar. Varðveitzt hefur bréf, sem Guðrún skrifaði eftir slysið Ara Hálfdánarsyni á Fagurhólsmýri. Er það komið á vegu Goða- steins í afriti Sigurðar Björnssonar á Kvískerjum. Söndum, 23. apríl 1905. Vinur minn. Beztu þakkir fyrir þitt góða bréf af 14. marz til Jóhannesar sonar míns. Hann færði mér það 21. þ. m. Hann er nú farinn á stað suður að fylgja Gissuri á Hunkubökkum, sem fer að leita sér lækninga við bilun, sem hann hefur áður haft en hefur nú ágerzt eitthvað til muna. Það var mér mikill harmaléttir, að lík sonar míns fannst ó- skaddað og skemmtilegt útlits sem bezt mátti verða. Hann var jarðaður 15. marz við leiði móður minnar, Rannveigar Eggerts- dóttur. Þar voru viðstaddir með fleirum Karl sýslumaður og dr. Bjarni Jensson. Fór það allt vel fram eftir ástæðum. Kistan var ferjuð inn yfir, því ófært var með hesta, en þeir lánaðir fyrir innan, (þ. e. í Meðallandi), eftir því sem við þurftum með. Og þó ég sé mínum guði ófullkomin til að þakka, sem ég vildi, L. s. G. (þ. e. lof sé guði), fyrir liðna tíð og að þetta sorgartilfelli er 74 Goðaste'nm

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.