Goðasteinn - 01.09.1970, Page 79

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 79
náttúru þess. Nýtt landnám verndar og ræktunar er hafið og getur sú landnámsöld orðið fullt svo merk sem hin fyrri. Það er sérstakt gleðiefni að einmitt ungmennafélagar, vaxtar- broddur þjóðarinnar, skuli hafa tekið forystuna í þessum efn- um og fengið sífellt fleiri til fylgis við sig, svo að nú hafa verið stofnuð landssamtök um náttúruvernd. Verkefnið er mikið og fjölþætt. Græða þarf upp örfoka landflæmi, hefta uppblástur og eyðingu, stórauka ræktun til beitar, efla skógrækt og lagfæra alla umgengni við landið í byggð og óbyggð. Ekki lcikur það á tveim tungum, að landverndar- og ræktunar- störf koma landinu að miklu og skjótu gagni. Vera má þó að sumum okkar virðist lítið miða í áttina. En þess ber að gæta, að verkcfnið er risavaxið og árangurinn sýnist því stundum hverf- andi lítill miðað við allt það, sem ógert er. Aðalatriðið er því að láta ekki hugfallast, þótt fjallið sýnist hátt, sem kiífa þarf, heldui halda áfram og stefna sífellt í rétta átt. Landverndin er stór- merk og nytsamleg fyrir landið okkar og munar um hvert hand- tak, sem gert er til góðs. En hún er samt ekki síður mikilvæg fyrir fólkið. Landverndarhugsjónin vekur almennan áhuga á að fegra og bæta landið. Hún virkjar hugsun og orku fjölda manna í þágu góðs og þjóðlegs málefnis. Jafnframt því sem fólkið ræktar land- ið, ræktar það einnig hugarfar sitt og gott viðhorf til umhverfis síns. Það mun staðreynd, að hið þjóðlega viðhorf hcfur stundum verið næsta óljóst með okkur og veitir því sízt af að skerpa það nokkuð. Á síðustu tímum hefur margt nýtt komið til, er beinir athygli margra fremur út á við heldur en inn á við, að minnsta kosti í bili. Einnig kemur það fyrir að hismið sé svo fyrirferðar- mikið að ýmsum reynist erfitt að finna kjarnann. ísland var um aldir harla einangrað og langt frá öðrum þjóðum. Á því hefur orðið gjörbreyting og nú er ekki Iengur um neina einangrun að ræða í Iandi okkar. Ymsum stendur kannske stuggur af því hversu erlendu áhrifin flæða yfir landið og þjóðina úr öllum áttum, því að segja má að við búum á krossgötum. Víst er það svo að vind- ar blása til okkar frá umheiminum og verður því ekki breytt. Rótgróið þjóðfélag með forna og djúpstæða menningu býður eng- Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.