Goðasteinn - 01.09.1970, Side 83

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 83
bæ frá bæ. Sýslumcnn höfðu jafn margar axir í umfcrð og hrcpp- ar voru í sýslu þeirra, cn hrepp- stjórar komust af með færri. Fræðaþulurinn ágæti, Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni, sagði mér, að Jón Ogmundsson á Bíldsfelli í Grafningi hefði verið síðasti hreppstjóri í Árn- essýslu, sem lét bera öxi með þingboði. Var það í æsku Kol- beins, um eða fyrir 1890. Til er heimild um það, að Hannes Hafstein, síðar ráðherra, hafi tálgað þing- boðsaxir, er hann varð sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði 1895, en vart hefur notkun þeirra viðgengizt að marki í embættistíð hans. Hermann Johnsson sýslumaður í Rangár- vallasýslu 1861-1890 var síðasti sýslumaður Rangæinga, er notaði þingboðsaxir við em- bættisstörf. Dóttir hans, frú Guðrún á Brciðabólsstað, sagði frá því, að axirnar hefðu komið nagaðar til baka, tákn fyrir- litningar í garð konungsvaldsins, er þær voru merktar. Ströng ákvæði um þingboð er að finna í fornum lögum. í ákvæðum Jónsbókar um boðburð segir fyrst: „Sá skal boð bera bæja í milli, er hyggja kann fyrir sig orði og eiði.“ Nákvæm fyrirmæli eru um það, hverjum boð skyldi í hendur fá, er á bæ var komið, Þingboðsöxi frá Austvaðsholti. Teikning: Jón Kristinsson, skólastjóri. Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.