Goðasteinn - 01.09.1970, Side 84

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 84
og eins, hversu með skyldi fara, ef allir voru af bæ gengnir, er boð var á ferð. Um boðtíma segir þar að niðurlagi: „Engi skal boð bera á hönd öðrum, síðan sólu er sett um sumar en degi um vetuL\“ Vel var búið um þingboð til flutnings. Það var læst við blað þingboðsaxar með innsigli sýslunnar. Þá var því vafið um axar- skaftið. Þar utan yfir var vafið eltiskinni og að lokum bundið að með þveng eða spotta. Til skamms tíma mundu allir sveitamenn, hvernig rétt boðleið var í byggð þeirra, en nú er það öllum óskyldur fróðleikur, það er þá helzt, að maður sjái gömlu boðleiðina í embættisbókum prestanna, sem oft héldu sig við hana í húsvitjunum. Enginn hefur kunnað að segja mér frá boðburði til jafns við Kolbein Guðmundsson. Hann sagði mér, að sú hefði verið trú í Árnessýslu, að ekki mætti bera þingboð til baðstofu. Átti bóndi að verða fyrir hundraðsmissi í búi sínu (kýrgildi), ef sú slysni henti. Boðberi afhenti þingboðið við bæjardyr, þar sem það var lesið, og síðan var það borið eða flutt til næsta bæjar og svo koll af kolli. Kolbeinn sagði, að þingboðið hefði verið lagt á syllu eða drótt í bæjardyrum, cf einhver bið varð á með e\ð flytja það áfram til næsta bæjar. Minnir það á elztu norsk lög, sem gera ráð fyrir, að skornar séu þrjár skorur í dyrastaf og þingboðið sett yfir dyr, ef enginn er heima til að taka á móti því. Koibeinn sagði sögu af stúlku í Laugardal, sem bar þingboðið til næsta bæjar í barmi sínum. Hún átti annað skylt erindi og mundi það betur, er á bæinn kom. Anaði hún með þingboðið til baðstofu, lauk aukaerindinu en gleymdi þingboðinu. Hvarf hún svo brottu og mundi þá fyrst til þingboðsins, er hún var búin að kveðja og komin út á stétt. Hún sneri við, lagði þingboðið af sér í bæjardyrum, gekk svo til baðstofu og sagðist hafa gleymt að segja frá því áðan, að hún hefði skilið þingboðið eftir frammi í bæjardyrum. Bóndanum hugnaðist gætni hennar svo vel, að hann gaf henni spesíu. Þingboðsöxin frá Austvaðsholti cr fagmannlega unnin, smíða- efnið áþekkt beyki, en kynni þó að vcra annað. Annarsvegar á 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.