Goðasteinn - 01.09.1970, Side 87

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 87
Rctt þykir að Skyggnir flytji nú, þegar garðurinn er þegar orðinn ársgamall, sögu málsins frá upphafi, til þess að hún geymist í eigu Umf. Drífanda til athugunar síðar meir, þegar reynslan er búin að sýna, að hve miklu leyti þetta fyrirtæki fullnægir þeim vonum, sem forgöngumenn þess hafa gert sér um þau not, sem af því mundu verða. Eins og öllum er kunnugt, sem þekkja legu Markarfljóts, hef- ur það frá upphafi legið þar sem það liggur nú, fram með Eyja- fjöllum að vestanverðu, og smám saman eyðilagt víðáttumikið sléttlendi milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar; má sjá þess allmikil merki bæði forn og ný. Hefur vatnsmagn þess ýmist brotizt vest- ur á bóginn, niður um Landeyjar og út með Fljótshlíðinni, eða austur um Eyjafjallasveitina og ávallt gert meira og minna tjón. Fyrir nálega 100 árum voru víðáttumiklar engjar frá Stórumörk þar scm nú eru svartir aurar, og fyrir rúmum 20 árum var þar um 300-400 hesta slægjuland, sem nú er farið. Um miðja síðustu öld var graslendi til norðausturs frá Dalsseli nálægt þriðjungi meira en nú er, og þessu líkt mætti iengi telja. Á fyrri öldum kom engum til hugar að neitt væri unnt að gera til að afstýra þessum og þvílíkum skemmdum af völdum náttúrunnar. Sá maður, sem hefði látið sér slíkt um munn fara, hefði víst ekki verið talinn með fullu viti. Það er fyrst kringum 1890 að menn fara að sjá fyrir alvöru, að hér er voði á ferðum, og maðurinn sem kveður upp með hvað gera skal, er Sæmundur heitinn Eyjólfsson, búfræðingur. Hann var þá um nokkur ár í þjónustu Búnaðarfélags Suðuramts- ins, en forseti félagsins þá um allmörg ár var Halldór Kr. Frið- riksson, yfirkennari við Latínuskólann í Reykjavík, einhver mesti framfaramaður landsins á sínum tíma. Sæmundur var manna glöggskyggnastur á allt, sem laut að búnaðarháttum og sögu landsins fyrr og síðar, og honum duldist ekki, hver voði var á ferðum, bæði hér og víða annars staðar. Skrifaði hann í Bún- aðarritið og víðar hverja greinina af annarri og sýndi með ómót- mælanlegum rökum hvað gera þurfti. Hann hafði ferðazt hér um alla sýsluna og séð hvað hér var að gerast, séð sandfokið eyði- lcggja að ofanverðu - Landið og Rangárvellina - og vötnin að Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.