Goðasteinn - 01.09.1970, Page 88

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 88
neðanverðu - Safamýri, Landeyjar og Eyjafjöll. Þá var aðalvatnsmagnið í Fljótinu, og menn stóðu ráðalausir. Voru gerð- ar ýmsar smátilraunir að bægja því frá með því að teppa í far- vegina, sem verstir voru í þann og þann svipinn. Voru menn stundum kallaoir saman úr allri sveitinni um sláttinn til slíkrar vinnu. Þetta allt fékk Sæmundur að vita á ferðum sínum hér, og sá hann, eins og vænta mátti, að allt slíkt veitti aðeins lítils- háttar stundarfrið. Hér þurfti að gera meira, og þetta meira var öflugur garður, svo öflugur, að vatnið gæti ekki undir neinum kringumstæðum farið yfir hann. Sagði Sæmundur sitt álit um, hvar garðurinn ætti að liggja og hvernig hann ætti að vera byggður. Búnaðarfélagið lét síðan árið 1901 Sveinbjörn Ólafsson frá Hjálmholti gera áætlun um hvað garðurinn mundi kosta, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann mundi kosta allt að 16.000,00 krónur. Hafði Sæmundur ætlazt til, að garðurinn væri að öllu leyti hlaðinn úr aðfluttu efni, torfi og grjóti, og á því byggði Sveinbjörn sína áætlun. Þessi upphæð, 16.000,00 krónur, óx mönnum mjög í augum, og þar eð styrkur utan að, frá Búnaðarfélaginu o. fl. hlaut að byggjast á því, að eigendur og ábúendur jarða þeirra, sem í hættu væru, legðu allmikinn hluta kostnaðarins fram, hlaut fyrir- tækið að stranda að svo stöddu. Ýmsir menn voru þeirrar skoð- unar, að komast mundi mega af með allmikið minni upphæð og færðu það til, að óhætt mundi að hafa möl í miðju garðsins, og sömuleiðis mundi hann ekki þurfa að vera eins þykkur og Sæ- mundur hafði ætlazt til. Á þessa skoðun komst Sigurður Sigurðs- son, búfræðingur frá Langholti, þegar hann (1908) eftir fyrir- mælum Búnaðarfélags Islands skoðaði Fljótið. Áleit hann, að með góðri verkstjórn myndu 12.000,00 krónur nægja. Á þessu tímabili, frá 1890 til 1909 var alltaf verið að klifa á því að einhver tilraun væri gerð til að koma þessu nauðsynjaverki í framkvæmd. Árið 1902 leitaði hreppsnefndin til Búnaðarfélags Islands og beiddist styrks, en svarið var neitandi af ofangreind- um ástæðum. Nokkru síðar var landsstjórninni (landshöfðingja) skrifað, að þjóðvegurinn meðfram Fjöllunum lægi undir skemmd- um af ágangi Fljótsins. Var þá Sigurður Thoroddsen verkfræð- 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.