Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 89
ingur sendur hingað austur til athugunar. Sá hann, að rétt hafði
verið frá skýrt og gerði áætlun um, hvað vegur frá Hvammsnúpi
að Seljalandi mundi kosta, og nam sú áætlun 14.000,00 kr. Enn-
fremur gerði hann lauslega áætlun um, að vegur inn yfir heiði
að Neðradal mundi kosta 6000,00 til 8000,00 kr. Hér var þá
fengið eitthvað til að styðjast við, þar sem þjóðvegurinn var í
svo mikilli hættu, og nú var maður sendur með bréf frá hrepps-
nefndinni til Búnaðarfélags íslands. Mætti hann á aðalfundi Bún-
aðarfélagsins vorið 1903 og skýrði frá ástæðum; gat hann þess
m.a. að áætlun Svb. Ól. mundi vera of há, og a.m.k. væri hægt
að gera tilraun, sem óhætt væri að byggja á, fyrir miklu minna
fé. Fundarmenn tóku vel í málið, sérstaklega Guðjón Guðmunds-
son, ráðunautur, og var stjórn félagsins falið að íhuga málið og,
ef til kæmi, gera nauðsynlegar ráðstafanir. Stjórnin svaraði þess-
ari málaleitun með bréfi dags. 27. okt. sama ár og kvaðst ekki
sjá félaginu fært að verða við henni. Nú lá málið niðri um tíma,
nema hvað því var aftur og aftur hreyft, að sveitarmenn sjálfir
þyrftu að hefjast handa og það því fremur, sem nú sýndist tæki-
færi bjóðast. Vatnið var lagzt í Þverá, hafði gert það nálægt
1896, og var um tíma horfið frá Fjöllunum. Ýmsir málsmetandi
menn út í frá hvöttu sveitarmenn til r»ð sýna nú rögg af sér
meðan tími væri til. Má þær sárstaklega nefna Sigurð Sigurðsson,
ráðunaut Bf. Isl., sem gerði allt, sem hann gat til að hrinda
málinu áleiðis. En viðkvæðið var alltaf það sama: Sveitarmönn-
um er ekki fært að leggja út í þetta stórvirki; jarðeigendur eiga
að byrja. Hins vegar voru allir sammála um það, hver nauðsyn
væri, að þessu verki yrði komið í framkvæmd. En á hvern hátt
það væri unnt, það var sá þröskuldur, sem flestum sýndist ófær.
Svona stóð málið í byrjun ársins 1909. Þá um veturinn kom
allmikið vatn í Fljótið, og sýndi sig þá fljótt, hvert það stefndi,
fyllti strax hina grunnu farvegi sína og rann svo viðstöðuiaust
austur með fjalli. Bjuggust nú margir við, að vatnið væri búið
að hafa vistaskipti. En svo var þó ekki, því þegar ísa leysti um
vorið lagðist vatnið enn í Þverá. En nú höfðu menn þó enn
einu sinni séð hvað verða mundi, begar vatnið kæmi alfarið. En
ennþá var óleyst úr þeirri spurningu, hvernig ætti að byrja.
Goðasteinn
87