Goðasteinn - 01.09.1972, Side 10

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 10
Kaupfélagshúsin á Rauðalœk 1944 aðeins yfir sumartímann og oft óku starfsmenn verzlunarinnar bifreiðum félagsins og þá einnig kaupfélagsstjórinn, þegar að kallaði. Vörur til kaupfélagsins komu framan af á Eyrarbakka með vorskipum Kaupfélags Árnesinga og voru þaðan fluttar austur eftir hendinni. Hélzt sú skipan fram að heimsstyrjöldinni síðari, er siglingar til Eyrarbakka lögðust af og tekið var að aka öllum vörum austur frá Reykjavík. Þurfti þá félagið á auknum bifreiða- kosti að halda. Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk bjó við margvíslega erfið- leika á frumbýlingsárum sínum. Það hóf störf í upphafi kreppu- áranna, þegar verðfall, atvinnuleysi og samdráttur á öllum svið- um hrjáðu þjóðina grimmilega. Þurfti þá oft að gæta ýtrustu sparsemi og hagsýni, svo að allt bjargaðist. Hjá því fór og vita- skuld ekki að menn greindi á um leiðir og starfshætti. Af þeim sökum og ýmsum öðrum entist ekki alltaf samstarfs- og sam- komulagsvilji sem skyldi meðal félagsmanna. Hurfu þá margir frá og sneru sér í staðinn til Kaupfélagsins Þór, sem stofnað var á Hellu árið 1935. En Kaupfélag Rangæinga hélt velli og dafn- aði, þrátt fyrir erfitt verzlunarárferði og ýmis áföll. Vörusala þess 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.