Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 11
Ullarflutningabílar Kf. Kangceinga á Rauðalæk
á leið til Hveragerðis
óx talsvert flest árin. Árið 1930 var hún aðeins 20 þúsund, árið
1940 var hún 379 þúsund og árið 1948 var hún komin upp í
1407 þúsund krónur. Félagsmenn fengu greiddan arð af verzlun
sinni og einnig var lagt í sjóði, er með tímanum urðu talsvcrt
öflugir. Merkastur þessara sjóða var menningarsjóður sá, sem
cnn er til á vegum hins sameinaða Kaupfélags Rangæinga á
Hvolsvelii, og veitt hefur verið úr fé ti 1 ýmissa menningarmála í
héraðinu nú um langt árabil.
I stjórn Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk sátu ýmsir menn
um lengri eða skemmri tíma. Skulu þeir hér taldir í stafrófsröð:
Árni Jónsson, Holtsmúla, Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu, formaður,
Guðjón Jónsson, Ási, formaður, Guðmundur Þorleifsson, Þver-
læk, Gunnar Runólfsson, Rauðalæk, formaður, Helgi Hannesson,
Rauðalæk, Ólafur Guðmundsson, Hellnatúni, Ólafur Ólafsson,
Lindarbæ, formaður, Sigurjón Sigurðsson, Raftholti, Öivir Karls-
son, Þjórsártúni, formaður.
Helgi Hannesson var kaupféiagsstjóri á Rauðalæk þar til á
miðju ári 1947. Tók þá við starfinu Hallgrímur Jónasson frá Reyð-
arfirði og gegndi því, þar til félagið samcinaðist Kaupfélagi Hall-
gcirseyjar á Hvolsvelli 1948. Var Hallgrímur síðan útibússtjóri
á Rauðalæk í nokkur ár.
Goðasteinn
9